Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 13:11 Flosi segir vinnustöðum standa ýmsar leiðir í boði til að stytta vinnuvikuna hjá sér. Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann. Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann.
Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira