Ekkert Pool-party í boði Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2019 14:58 Eftirgrennslan Vísis hefur leitt í ljós að ekki er um skjáborð tölvu Katrínar að ræða. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis þá er það ekki svo að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé sérlegur áhugamaður um „kraflyftingar“ og „PoolParty“. Því miður, myndi einhver segja.Vonandi öllum boðið í sundlaugarpartý Á fréttamannafundinum í Ráherrabústaðnum í gærkvöldi, þegar kjarasamningar voru kynntir, sló Katrín upp skyggnum á vegg til að skýra mál sitt. Áður en til þess kom mátti sjá skjáborð tölvunnar og þar var að finna allskyns möppur sem lýstu miklum íþróttaáhuga: „Júdó, Karate, Keila, Kraflyftingar og svo var mappa sem í tölvunni sem heitir „Lokahóf“ og „PoolParty“.Eigandi tölvunnar hvar sjá má á skjáborði snyrtilega raðað upp merktum möppum sem lýsa yfir miklum áhuga á íþróttum og veisluhöldum hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit Vísis.visir/vilhelmFréttamenn urðu forviða og ljósmyndari Vísis náði mynd af skjáborðinu eins og það blasti við. Þá hafa ýmsir netverjar velt fyrir sér þessari nýju og óvæntu hlið sem forsætisráðherra sýndi á sér við þetta tækifæri. „Það skemmtilegasta við fréttamannafundinn í Ráðherrabústaðnum eru möppurnar á tölvu Katrínar. Spurningar sem vakna: Hvað er Hjólasrpettur? Hvers vegna var mér ekki boðið í sundlaugapartíið? Hver er að hætta og fær lokahóf?“ spyr Ingólfur Hermannsson á Facebook-síðu sinni. Færsla sem Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður deilir og bætir við:„Það er ekki nóg með að samningar séu í höfn, það verður poolparty! Ég vona að öllum sé boðið,“ skrifar Gunnar Hrafn brosandi.Varla í eigu Halldórs Benjamíns En, ekki er það svo að forsætisráðherra sé svo íþrótta- og gleðisinnaður sem lesa má í merkingar á möppum skjáborðsins. Eftirgrennslan Vísis hefur leitt í ljós að ekki sé um tölvu Katrínar að ræða. Eftir því sem næst verður komist, eftir leit innan forsætisráðuneytisins að eigandanum er tölvan líklega í eigu einhvers innan Samtaka atvinnulífsins. Sem lánaði tölvu sína undir það að keyra skýringarnar. En fullyrt er í eyru blaðamanns, af þeim vettvangi að það sé algerlega útilokað að Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA eigi tölvu hvar í er mappa merkt júdó eða kraftlyftingar. Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Samkvæmt eftirgrennslan Vísis þá er það ekki svo að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé sérlegur áhugamaður um „kraflyftingar“ og „PoolParty“. Því miður, myndi einhver segja.Vonandi öllum boðið í sundlaugarpartý Á fréttamannafundinum í Ráherrabústaðnum í gærkvöldi, þegar kjarasamningar voru kynntir, sló Katrín upp skyggnum á vegg til að skýra mál sitt. Áður en til þess kom mátti sjá skjáborð tölvunnar og þar var að finna allskyns möppur sem lýstu miklum íþróttaáhuga: „Júdó, Karate, Keila, Kraflyftingar og svo var mappa sem í tölvunni sem heitir „Lokahóf“ og „PoolParty“.Eigandi tölvunnar hvar sjá má á skjáborði snyrtilega raðað upp merktum möppum sem lýsa yfir miklum áhuga á íþróttum og veisluhöldum hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit Vísis.visir/vilhelmFréttamenn urðu forviða og ljósmyndari Vísis náði mynd af skjáborðinu eins og það blasti við. Þá hafa ýmsir netverjar velt fyrir sér þessari nýju og óvæntu hlið sem forsætisráðherra sýndi á sér við þetta tækifæri. „Það skemmtilegasta við fréttamannafundinn í Ráðherrabústaðnum eru möppurnar á tölvu Katrínar. Spurningar sem vakna: Hvað er Hjólasrpettur? Hvers vegna var mér ekki boðið í sundlaugapartíið? Hver er að hætta og fær lokahóf?“ spyr Ingólfur Hermannsson á Facebook-síðu sinni. Færsla sem Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður deilir og bætir við:„Það er ekki nóg með að samningar séu í höfn, það verður poolparty! Ég vona að öllum sé boðið,“ skrifar Gunnar Hrafn brosandi.Varla í eigu Halldórs Benjamíns En, ekki er það svo að forsætisráðherra sé svo íþrótta- og gleðisinnaður sem lesa má í merkingar á möppum skjáborðsins. Eftirgrennslan Vísis hefur leitt í ljós að ekki sé um tölvu Katrínar að ræða. Eftir því sem næst verður komist, eftir leit innan forsætisráðuneytisins að eigandanum er tölvan líklega í eigu einhvers innan Samtaka atvinnulífsins. Sem lánaði tölvu sína undir það að keyra skýringarnar. En fullyrt er í eyru blaðamanns, af þeim vettvangi að það sé algerlega útilokað að Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA eigi tölvu hvar í er mappa merkt júdó eða kraftlyftingar.
Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira