Slæmur tímapunktur til að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 17:29 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, telur að það sé ekki til bóta að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs á þessum tímapunkti í ljósi þess að húsnæðisverð sé mjög hátt. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, telur að það sé ekki til bóta að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs á þessum tímapunkti í ljósi þess að húsnæðisverð sé mjög hátt. „Framlag húsnæðisliðarins til vísitölunnar á næstu misserum verður líklega til lækkunar þannig að þetta er virkilega slæmur tímapunktur.“ Hann segir aftur á móti að vel megi endurskoða aðferðina sem notuð er við að reikna út kostnaðinn við húsnæði í vísitölunni. „Það er litið svo á í íslensku vísitöluútreikningunum að þú sért sífellt að kaupa húsið þitt um hver mánaðamót.“ Tillaga Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, hafi þannig fjallað um að taka tillit til eldra fermetraverðs en ekki aðeins þess nýja. „Og þá er ég viss um að húsnæðisliðurinn muni dempa vísitöluhækkanirnar en ekki ýkja þær eins og stundum hefur gerst.“Enginn vandi að fara í kringum lög um verðtryggingu Hvers vegna að setja lög um eitthvað sem enginn vandi er að fara í kringum? Á þessa leið spyr Þórólfur, um hinn svokallaða „lífskjarasamning“ stjórnvalda. Hann segir í umræðu um verðtrygginguna gæti ákveðins misskilnings og að verðtryggingunni hafi verið kennt um ýmislegt sem aflaga fer á borð við gjaldmiðlamál og verðbólgu. Einn liður í „markvissum skrefum til afnáms verðtryggingar á lánum“, eins og komist er að orði í skýrslu stjórnvalda, er að frá og með ársbyrjun 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Einnig verður frá og með ársbyrjun 2020 lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár með það fyrir augum að koma í veg fyrir verðtryggingu allflestra tegunda neytendalána annarra en húsnæðislána. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að það sé enginn vandi að fara í kringum þessi lög sé vilji fyrir hendi. Hann tekur mið af umfjöllun Gylfa Magnússonar og segir að hver sem er gæti fengið tíu ára verðtryggt lán þrátt fyrir að viðkomandi borgi það upp á níu árum. Með sama hætti væri hægt að fá tíu ára lán en með 20 ára greiðsluprófíl. Ef fólk fengi 40 ára lánið gæti það fengið húsið sem það vildi en með „lífskjarasamningnum“ fengi það einungis kost á að taka 25 ára lán. Þórólfi þykir þátturinn sem lýtur að verðtryggðum lánum í „lífskjarasamningnum“ vera galinn. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, telur að það sé ekki til bóta að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs á þessum tímapunkti í ljósi þess að húsnæðisverð sé mjög hátt. „Framlag húsnæðisliðarins til vísitölunnar á næstu misserum verður líklega til lækkunar þannig að þetta er virkilega slæmur tímapunktur.“ Hann segir aftur á móti að vel megi endurskoða aðferðina sem notuð er við að reikna út kostnaðinn við húsnæði í vísitölunni. „Það er litið svo á í íslensku vísitöluútreikningunum að þú sért sífellt að kaupa húsið þitt um hver mánaðamót.“ Tillaga Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, hafi þannig fjallað um að taka tillit til eldra fermetraverðs en ekki aðeins þess nýja. „Og þá er ég viss um að húsnæðisliðurinn muni dempa vísitöluhækkanirnar en ekki ýkja þær eins og stundum hefur gerst.“Enginn vandi að fara í kringum lög um verðtryggingu Hvers vegna að setja lög um eitthvað sem enginn vandi er að fara í kringum? Á þessa leið spyr Þórólfur, um hinn svokallaða „lífskjarasamning“ stjórnvalda. Hann segir í umræðu um verðtrygginguna gæti ákveðins misskilnings og að verðtryggingunni hafi verið kennt um ýmislegt sem aflaga fer á borð við gjaldmiðlamál og verðbólgu. Einn liður í „markvissum skrefum til afnáms verðtryggingar á lánum“, eins og komist er að orði í skýrslu stjórnvalda, er að frá og með ársbyrjun 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Einnig verður frá og með ársbyrjun 2020 lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár með það fyrir augum að koma í veg fyrir verðtryggingu allflestra tegunda neytendalána annarra en húsnæðislána. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að það sé enginn vandi að fara í kringum þessi lög sé vilji fyrir hendi. Hann tekur mið af umfjöllun Gylfa Magnússonar og segir að hver sem er gæti fengið tíu ára verðtryggt lán þrátt fyrir að viðkomandi borgi það upp á níu árum. Með sama hætti væri hægt að fá tíu ára lán en með 20 ára greiðsluprófíl. Ef fólk fengi 40 ára lánið gæti það fengið húsið sem það vildi en með „lífskjarasamningnum“ fengi það einungis kost á að taka 25 ára lán. Þórólfi þykir þátturinn sem lýtur að verðtryggðum lánum í „lífskjarasamningnum“ vera galinn.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18
Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45