WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 11:20 WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15
Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56