Rapparar hella sér yfir lögguna á Suðurnesjum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 11:41 FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM segja tónlistarmennirnir en Ólafur Helgi veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti. Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti.
Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira