Fékkst ekki til að svara hvort hún styddi þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 12:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. FBL/stefan Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá. Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá.
Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00