Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 14:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Vísir/Vilhelm Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira