Ráðherra fær tryggingaskýrslu á næstu dögum Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:00 Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19
Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45