Heiti potturinn, fréttir úr borgarráði frá síðustu viku, 21. mars 2019 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 25. mars 2019 14:15 Nú er sá árstími að inn í borgarráð koma mörg mál sem snúa að undirbúningi fyrir sumarið. Vorboðinn ljúfi er því kominn á pappír þó úti séu hret og umhleypingar. Hverfið mitt Borgarráð samþykkti að bjóða út framkvæmdir á uppbyggingarverkefnum sem valin voru í rafrænni kosningu af í búum borgarinnar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru 105.987 þúsund íbúar á kjörskrá, af þeim nýttu 13.003 rétt sinn til að kjósa eða 12,3%. Verkefnin 2019 eru 88 talsins og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 450 milljónir króna. Þátttaka í verkefninu Hverfið mitt hefur aukist frá ári til árs. Þá er þátttaka að koma mjög vel út borið saman við sambærileg alþjóðleg lýðræðisverkefni. Einnig er jákvætt að verkefnin sem valin voru fyrir fáum mánuðum síðan séu nú þegar í undirbúningi og framkvæmd. Borgarbúar eru metnaðarfullir og hafa fjölbreyttar hugmyndir um ný uppbyggingarverkefni í hverfunum og með þessu, Hverfið mitt 2019, er kraftur fjöldans nýttur í allra hag. Sjálf bíð ég spennt eftir verkefni sem ég kaus í fyrra, kaldur pottur, í Árbæjarlaug sem nú er í framkvæmd.Gatnaframkvæmdir Borgarráð samþykkti að farið yrði í útboð á malbikunarframkvæmdum 2019 og er gert ráð fyrir að malbikað verði fyrir 1,2 miljarða króna í ár. Stórátak í malbikun hófst árið 2016 og náði hámarki á síðasta ári. Séu árin 2017, 2018 og 2019 tekin saman er um að ræða meira en 100 km af nýmalbikuðum götum í Reykjavík. Framkvæmdir ársins 2019 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmlega 6 milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða. Í ár er áætlað að malbikaðar verði um 35 kílómetrar af götum. Það eru um 8,5% af heildarlengd gatnakerfisins en jafnvægisástand er talið vera þegar um 6% gatnakerfisins eru endurnýjuð á hverju ári. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir eru við endurnýjun gatna í miðborginni. Vonandi verður sumarið í borginni gott svo malbikunarframkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Þjónustukönnun Maskínu Árleg þjónustukönnun Maskínu var kynnt á borgaráðsfundinum. Um er að ræða netkönnun sem var lögð fyrir íbúa Reykjavíkur, 18 ára og eldri, sem valdir voru með slembivali úr Þjóðgátt Maskínu og 2.400 einstaklingar svöruðu könnuninni. Könnunin hefur verið framkvæmd með svipuðum hætti síðan 2008 og gefur góða vísbendingu um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar. Könnunin sýnir að íbúar Reykjavíkur eru ánægðir með þjónustu menningarstofnana í borginni, eða rúmlega 85% aðspurðra. Samkvæmt könnuninni er ánægja með þjónustu borgarinnar örlítið meiri nú en í fyrra. Þá skora sundlaugarnar einnig mjög hátt en um 86% eru ánægð með laugarnar og þjónustuna þar. Þjónusta velferðarsviðs fær góða einkunn borgarbúa, en um sex af hverjum tíu voru ánægðir með þjónustuna. Þá eru sjö af hverjum tíu ánægðir með viðmót starfsfólks velferðarsviðs. Þessar niðurstöður byggja á reynslu þeirra sem svara könnuninni, en mikil ánægja er með flesta þjónustuþætti borgarinnar sem notendur þekkja af eigin raun. Þjónustuver Reykjavíkurborgar fær einnig góða einkunn en átta af hverjum tíu sem hafa nýtt sér þjónustu þar eru ánægðir með þjónustuna sem eru afar góðar fréttir. Sjö af hverjum tíu eru ánægðir með Mínar síður á Rafrænu Reykjavík og sex af hverjum tíu ánægðir með heimasíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is en þar er aðgengi að allri þjónustu borgarinnar auk frétta, fjármála, viðburða og mælaborðs borgarbúa. Samkvæmt könnuninni telja aðspurðir að bæta megi umhirðu og þrif borgarlandsins. Þannig eru aðeins tæp 24,5% ánægð með hreinsun á lausu rusli í sínu hverfi og nær 52% óánægð. Niðurstöðum var vísað inn á fagsviðin svo þau geti brugðist við þeim atriðum sem þau varða. Þetta gefur okkur tækifæri til að bæta þjónustu og halda áfram að þróa þjónustuborgina Reykjavík. Loks verð ég að nefna að 55% af íbúum segjast hafa einhverskonar reynslu af íbúasamráði, sem er ánægjulegt og góðar fréttir á tímum þegar við viljum einnmitt auka samráð og samtal.Húsnæðismál Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum og á þessum fundi úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Heilmiklar framkvæmdir eru því framundan í Bryggjuhverfi á næstu árum. Þetta og margt fleira var til umfjöllunar í borgarráði sl. fimmtudag og lesa má allt um það í fundargerð borgarráðs inná reykjavik.is en ég læt hér við sitja í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú er sá árstími að inn í borgarráð koma mörg mál sem snúa að undirbúningi fyrir sumarið. Vorboðinn ljúfi er því kominn á pappír þó úti séu hret og umhleypingar. Hverfið mitt Borgarráð samþykkti að bjóða út framkvæmdir á uppbyggingarverkefnum sem valin voru í rafrænni kosningu af í búum borgarinnar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru 105.987 þúsund íbúar á kjörskrá, af þeim nýttu 13.003 rétt sinn til að kjósa eða 12,3%. Verkefnin 2019 eru 88 talsins og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 450 milljónir króna. Þátttaka í verkefninu Hverfið mitt hefur aukist frá ári til árs. Þá er þátttaka að koma mjög vel út borið saman við sambærileg alþjóðleg lýðræðisverkefni. Einnig er jákvætt að verkefnin sem valin voru fyrir fáum mánuðum síðan séu nú þegar í undirbúningi og framkvæmd. Borgarbúar eru metnaðarfullir og hafa fjölbreyttar hugmyndir um ný uppbyggingarverkefni í hverfunum og með þessu, Hverfið mitt 2019, er kraftur fjöldans nýttur í allra hag. Sjálf bíð ég spennt eftir verkefni sem ég kaus í fyrra, kaldur pottur, í Árbæjarlaug sem nú er í framkvæmd.Gatnaframkvæmdir Borgarráð samþykkti að farið yrði í útboð á malbikunarframkvæmdum 2019 og er gert ráð fyrir að malbikað verði fyrir 1,2 miljarða króna í ár. Stórátak í malbikun hófst árið 2016 og náði hámarki á síðasta ári. Séu árin 2017, 2018 og 2019 tekin saman er um að ræða meira en 100 km af nýmalbikuðum götum í Reykjavík. Framkvæmdir ársins 2019 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmlega 6 milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða. Í ár er áætlað að malbikaðar verði um 35 kílómetrar af götum. Það eru um 8,5% af heildarlengd gatnakerfisins en jafnvægisástand er talið vera þegar um 6% gatnakerfisins eru endurnýjuð á hverju ári. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir eru við endurnýjun gatna í miðborginni. Vonandi verður sumarið í borginni gott svo malbikunarframkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Þjónustukönnun Maskínu Árleg þjónustukönnun Maskínu var kynnt á borgaráðsfundinum. Um er að ræða netkönnun sem var lögð fyrir íbúa Reykjavíkur, 18 ára og eldri, sem valdir voru með slembivali úr Þjóðgátt Maskínu og 2.400 einstaklingar svöruðu könnuninni. Könnunin hefur verið framkvæmd með svipuðum hætti síðan 2008 og gefur góða vísbendingu um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar. Könnunin sýnir að íbúar Reykjavíkur eru ánægðir með þjónustu menningarstofnana í borginni, eða rúmlega 85% aðspurðra. Samkvæmt könnuninni er ánægja með þjónustu borgarinnar örlítið meiri nú en í fyrra. Þá skora sundlaugarnar einnig mjög hátt en um 86% eru ánægð með laugarnar og þjónustuna þar. Þjónusta velferðarsviðs fær góða einkunn borgarbúa, en um sex af hverjum tíu voru ánægðir með þjónustuna. Þá eru sjö af hverjum tíu ánægðir með viðmót starfsfólks velferðarsviðs. Þessar niðurstöður byggja á reynslu þeirra sem svara könnuninni, en mikil ánægja er með flesta þjónustuþætti borgarinnar sem notendur þekkja af eigin raun. Þjónustuver Reykjavíkurborgar fær einnig góða einkunn en átta af hverjum tíu sem hafa nýtt sér þjónustu þar eru ánægðir með þjónustuna sem eru afar góðar fréttir. Sjö af hverjum tíu eru ánægðir með Mínar síður á Rafrænu Reykjavík og sex af hverjum tíu ánægðir með heimasíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is en þar er aðgengi að allri þjónustu borgarinnar auk frétta, fjármála, viðburða og mælaborðs borgarbúa. Samkvæmt könnuninni telja aðspurðir að bæta megi umhirðu og þrif borgarlandsins. Þannig eru aðeins tæp 24,5% ánægð með hreinsun á lausu rusli í sínu hverfi og nær 52% óánægð. Niðurstöðum var vísað inn á fagsviðin svo þau geti brugðist við þeim atriðum sem þau varða. Þetta gefur okkur tækifæri til að bæta þjónustu og halda áfram að þróa þjónustuborgina Reykjavík. Loks verð ég að nefna að 55% af íbúum segjast hafa einhverskonar reynslu af íbúasamráði, sem er ánægjulegt og góðar fréttir á tímum þegar við viljum einnmitt auka samráð og samtal.Húsnæðismál Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum og á þessum fundi úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Heilmiklar framkvæmdir eru því framundan í Bryggjuhverfi á næstu árum. Þetta og margt fleira var til umfjöllunar í borgarráði sl. fimmtudag og lesa má allt um það í fundargerð borgarráðs inná reykjavik.is en ég læt hér við sitja í bili.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun