ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor og Conor McGregor yngri. Getty/Kevin C. Cox Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019 MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Sjá meira
Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019
MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Sjá meira
Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30
Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00
Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21