Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 10:23 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. Vísir/Vilhelm Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. Björgólfur sagði að það væri ósköp eðlilegt að menn verði svartsýnir vegna stöðunnar. „En ég held að myndin þurfi ekki að vera svona biksvört,“ sagði Björgólfur. Hann sagði það koma sér á óvart hversu mikill taprekstur var á WOW air í fyrra. Ef þær tölur væru réttar, að WOW air hafi tapað 22 milljörðum árið 2018, þá þýði það að flugfélagið tapaði 6.300 krónum á hvern farþega miðað við að það flutti 3,5 milljónir farþega í fyrra.Hugsi vegna eftirlitsaðila Björgólfur sagðist vera hugsi yfir hlutverki eftirlitsaðila í flugrekstri á Íslandi og nefndi þar Isavia, sem er rekstraraðila allra flugvalla á Íslandi, sérstaklega. Hann tók dæmi af því að Isavia hefði kyrrsett flugvél Flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Sagði Björgólfur að Ernir velti um tveimur milljörðum á ári og skuldaði mögulega eitthvað innan við 100 milljónir króna. Fjölmiðlar hafa greint frá því að skuld WOW air við Isavia standi í tveimur milljörðum króna.Björgólfur hafði eftir forstjóra Ryanair að simpansi hefði getað rekið flugfélag með hagnaði árið 2015.Vísir/GettyHann tók fram að honum þætti þetta alvarlegt og nefndi að það væri hlutverk Samgöngustofu að gefa út flugrekstrarleyfi. Flugfélög þurfi að uppfylla skilyrði til að fá slíkt leyfi og Samgöngustofa hafi það hlutverk að fylgja eftir að skilyrðin séu uppfyllt. Það sé hins vegar nokkuð langt síðan WOW air uppfyllti þau skilyrði miðað við fregnir af félaginu.Áhrifin nú þegar komin fram Björgólfur sagði að áhrifin verði mikil ef WOW air fer í þrot en í hans huga hafa þau nú þegar komið fram. WOW air hefur fækkað mjög í flota sínum, fór niður í níu vélar í gær. „Við megum ekki vera í því að mála það svarta mynd fyrir fólkið í landinu að það sé allt ómögulegt og djöfullegt,“ sagði Björgólfur og nefndi að Íslendingar hefðu ávallt tækifæri til að vinna úr stöðunni og gera betur. Eftir hrunið hafi þjóðin farið í sóknargír og það sé hægt að gera aftur. Björgólfur vill meina að staðan WOW væri önnur í dag hefði Samgöngustofa skorist fyrr í leikinn.FBL/ValliHann sagði að heildaráhrifin á samfélagið verði einhver en að hans mati hefur myndin verið málum of svört. WOW air hafi nú þegar minnkað um helming frá því þegar það var sem stærst. Hann velti því einnig upp hvort að sá markaður sem WOW air starfaði á væri í raun sjálfbær. Þá spurði hann einnig hvort það yrði svo slæmt ef að fjöldi ferðamanna hér á landi færi niður í það sem hann var árið 2017. Hann efast um að áhrifin muni vara til lengri tíma.Staðan önnur hefði verið skorist fyrr í leikinn Björgólfur sagðist telja að staða WOW air væri betri í dag ef Samgöngustofa hefði skorist fyrr í leikinn. Hann sagði það vera hlutverk stofnunarinnar, í því felist ákveðin neytendavernd. Þá sagði Björgólfur að uppi hefðu verið hugmyndir um að íslenska ríkinu bæri skylda til að koma Íslendingum aftur til landsins ef þeir verða strandaglópar úti í heimi vegna þrots flugfélags.Björgólfur sagði að króna þyrfti að veikjast fyrir ferðamenn og Íslendingar þyrftu að aðlagast því gengi. Hann sagði að stefna ætti að betur borgandi ferðamönnum. Vísir/VilhelmBjörgólfur sagði engar slíkar skyldur hvíla á herðum íslenska ríksins. Ef það yrði gert yrði það einvörðungu pólitísk ákvörðun.Stundum þurfi að opna Pandóruboxið Hann sagðist hafa verið efins um hvort að hann ætti að ræða þessa stöðu sem upp er komin því hún sé sannarlega viðkvæma. Bætti hann þó við að þegar staðan væri viðkvæm þurfi að opna Pandóruboxið og ræða málin opinskátt. Taldi hann skýrslu Reykjavík Economics um áhrifin af falli WOW, þar sem talað er um að 4.000 manns missi vinnuna, ekki rétta. Sagði Björgólfur að skýrslan væri pöntuð af WOW air og niðurstaðan í samræmi við það. Sagði Björgólfur að ef íslenski flugmarkaðurinn væri sjálfbær þá fyllist hann upp af öðrum flugfélögum. Wizz Air, sem er í eigu Indigo, hafi bætt við sig á Íslandi og sagði Björgólfur að markaðurinn leiti jafnvægis og til þess þurfi hann að vera sjálfbær.Skaut á Skúla Skaut Björgólfur svolítið á Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, með því að segja að það þýði ekki að reka lággjaldaflugfélag en vera það síðan ekki í raun og veru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Vísir/VilhelmÞar væri ábyrgð stjórnenda mikil. Stjórn sé yfir WOW air og þar séu einstaklingar sem talað hafi fyrir góðum stjórnarháttum. Aðspurður sagði Björgólfur að ekki væri markaður fyrir tvö flugfélög á Íslandi sem sinna bara utanlandsferðum Íslendinga. Hins vegar sé staðan þannig að 80 til 85 prósent af viðskiptavinum Icelandair komi erlendis frá og því sé það risa markaður. Hann sagði að stjórnendur flugfélaga ættu fyrst og fremst að einbeita sér að því að bæta lífskjör og ekki ætti að reyna að búa til lífsstíl á fölskum forsendum. „Það verður að vera grundvöllur fyrir rekstri,“ sagði Björgólfur.10 milljarða lán „piece of cake“ Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, spurði Björgólf út í lán sem Icelandair fékk nýverið frá Landsbankanum, sem er í eigu íslenska ríkisins, upp á 10 milljarða króna. Sagði Gunnlaugur að því hefði verið haldið fram að staða Icelandair sé betri en WOW því Icelandair hafi verið „pínulítið“ ríkisstyrkt.Björgólfur var hissa á spurningum um ríkisstyrki til Icelandair.Vísir/VilhelmBjörgólfur var nokkuð hissa á að fá slíka spurningu og sagði að mögulega gæti það hafa gerst á árum áður þegar Íslendingar gátu einvörðungu treyst á Icelandair til að komast á milli landa með flugi. Árið 2001, eftir árásarnir á Tvíburaturnanna í Bandaríkjunum, komu nánast öll ríki heimsins að rekstri flugfélaga með því að veita ríkisábyrgð á tryggingapakka þeirra. Sagði Björgólfur að mýtan um ríkisstyrk til Icelandair væri liðin tíð. Sú staða væri ekki lengur fyrir hendi. „Icelandair er ekki ríkisstyrkt félag og hefur ekki verið. Það er búinn að vera sjálfbær rekstur þar,“ sagði Björgólfur. Icelandair væri í góðri stöðu og tíu milljarða króna lán frá Landsbankanum væri „piece of cake“ fyrir Icelandair.Þurfi betur borgandi ferðamenn Ræddu þáttastjórnendur og Björgólfur að 29 flugfélög hefði flogið hingað til lands í fyrra og búist við um 26 í ár. Hann sagði að ferðamannastraumurinn myndi halda áfram með þessum félögum en spurningin sem stæði eftir væri hvort að sá hópur sem kom til landsins með WOW air væri að hverfa því WOW air hefði boðið flugfargjöld á of lágu verði sem varð þess valdandi að flugfélagið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar.Björgólfur sagði að mögulega myndu þeir ferðamenn hverfa sem komu hingað til lands með WOW á of lágu flugfargjaldi sem stóð ekki undir rekstri félagsins. Vísir/VilhelmÍslendingar ættu að einbeita sér að því að fá betur borgandi ferðamenn til landsins. Sækja þurfi fram og fyrirtæki og ríki þurfi að taka höndum saman í því átaki líkt og var gert árið 2009 þegar farið var í „Ísland allt árið“-átakið. Verulega góð sóknarfæri væru í sjónmáli og sagði Björgólfur að það væri óskandi að stéttarfélög og atvinnurekendur tækju tillit til þess við samningaborðið. „Af því gefnu að menn komist að skynsamlegri niðurstöðu finnst mér vera glansandi bjart framundan.“Simpansi hefði rekið flugfélag með hagnaði 2015 Hann sagðist telja að krónan þurfi að veikjast því Íslendingar lifi á útlendingum. Ferðamaðurinn hefði hins vegar haldið að sér höndum vegna gengi krónunnar og það sé ekki óeðlilegt að gengið sæki í það sem útlendingurinn geti lifað á og Íslendingar aðlagi sig að því. Það sé gömul saga og ný. Var Björgólfur spurður hvort að staða WOW væri betri í dag hefði félagið staldrað við árið 2017 og til dæmis ekki hafið áætlunarflug til Indlands.Frá fyrsta flugi WOW air til Indlands.WOW airBjörgólfur sagði að árið 2015 hefði verið algjört metár í rekstri flugfélaga. Sagði Björgólfur að forstjóri Ryanair hefði látið þau orð falla að simpansi hefði getað rekið flugfélag með hagnaði það ár. Icelandair hafði skoðað flug til Indlands en kostnaðurinn var einfaldlega of mikill. Hann taldi Indlands-áætlun WOW engan blóraböggul þegar kemur að rekstrarvandræðum WOW þó svo að félagið hefði lagt mikla fjárfestingu í það. Fréttir af flugi Icelandair Bítið WOW Air Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. Björgólfur sagði að það væri ósköp eðlilegt að menn verði svartsýnir vegna stöðunnar. „En ég held að myndin þurfi ekki að vera svona biksvört,“ sagði Björgólfur. Hann sagði það koma sér á óvart hversu mikill taprekstur var á WOW air í fyrra. Ef þær tölur væru réttar, að WOW air hafi tapað 22 milljörðum árið 2018, þá þýði það að flugfélagið tapaði 6.300 krónum á hvern farþega miðað við að það flutti 3,5 milljónir farþega í fyrra.Hugsi vegna eftirlitsaðila Björgólfur sagðist vera hugsi yfir hlutverki eftirlitsaðila í flugrekstri á Íslandi og nefndi þar Isavia, sem er rekstraraðila allra flugvalla á Íslandi, sérstaklega. Hann tók dæmi af því að Isavia hefði kyrrsett flugvél Flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Sagði Björgólfur að Ernir velti um tveimur milljörðum á ári og skuldaði mögulega eitthvað innan við 100 milljónir króna. Fjölmiðlar hafa greint frá því að skuld WOW air við Isavia standi í tveimur milljörðum króna.Björgólfur hafði eftir forstjóra Ryanair að simpansi hefði getað rekið flugfélag með hagnaði árið 2015.Vísir/GettyHann tók fram að honum þætti þetta alvarlegt og nefndi að það væri hlutverk Samgöngustofu að gefa út flugrekstrarleyfi. Flugfélög þurfi að uppfylla skilyrði til að fá slíkt leyfi og Samgöngustofa hafi það hlutverk að fylgja eftir að skilyrðin séu uppfyllt. Það sé hins vegar nokkuð langt síðan WOW air uppfyllti þau skilyrði miðað við fregnir af félaginu.Áhrifin nú þegar komin fram Björgólfur sagði að áhrifin verði mikil ef WOW air fer í þrot en í hans huga hafa þau nú þegar komið fram. WOW air hefur fækkað mjög í flota sínum, fór niður í níu vélar í gær. „Við megum ekki vera í því að mála það svarta mynd fyrir fólkið í landinu að það sé allt ómögulegt og djöfullegt,“ sagði Björgólfur og nefndi að Íslendingar hefðu ávallt tækifæri til að vinna úr stöðunni og gera betur. Eftir hrunið hafi þjóðin farið í sóknargír og það sé hægt að gera aftur. Björgólfur vill meina að staðan WOW væri önnur í dag hefði Samgöngustofa skorist fyrr í leikinn.FBL/ValliHann sagði að heildaráhrifin á samfélagið verði einhver en að hans mati hefur myndin verið málum of svört. WOW air hafi nú þegar minnkað um helming frá því þegar það var sem stærst. Hann velti því einnig upp hvort að sá markaður sem WOW air starfaði á væri í raun sjálfbær. Þá spurði hann einnig hvort það yrði svo slæmt ef að fjöldi ferðamanna hér á landi færi niður í það sem hann var árið 2017. Hann efast um að áhrifin muni vara til lengri tíma.Staðan önnur hefði verið skorist fyrr í leikinn Björgólfur sagðist telja að staða WOW air væri betri í dag ef Samgöngustofa hefði skorist fyrr í leikinn. Hann sagði það vera hlutverk stofnunarinnar, í því felist ákveðin neytendavernd. Þá sagði Björgólfur að uppi hefðu verið hugmyndir um að íslenska ríkinu bæri skylda til að koma Íslendingum aftur til landsins ef þeir verða strandaglópar úti í heimi vegna þrots flugfélags.Björgólfur sagði að króna þyrfti að veikjast fyrir ferðamenn og Íslendingar þyrftu að aðlagast því gengi. Hann sagði að stefna ætti að betur borgandi ferðamönnum. Vísir/VilhelmBjörgólfur sagði engar slíkar skyldur hvíla á herðum íslenska ríksins. Ef það yrði gert yrði það einvörðungu pólitísk ákvörðun.Stundum þurfi að opna Pandóruboxið Hann sagðist hafa verið efins um hvort að hann ætti að ræða þessa stöðu sem upp er komin því hún sé sannarlega viðkvæma. Bætti hann þó við að þegar staðan væri viðkvæm þurfi að opna Pandóruboxið og ræða málin opinskátt. Taldi hann skýrslu Reykjavík Economics um áhrifin af falli WOW, þar sem talað er um að 4.000 manns missi vinnuna, ekki rétta. Sagði Björgólfur að skýrslan væri pöntuð af WOW air og niðurstaðan í samræmi við það. Sagði Björgólfur að ef íslenski flugmarkaðurinn væri sjálfbær þá fyllist hann upp af öðrum flugfélögum. Wizz Air, sem er í eigu Indigo, hafi bætt við sig á Íslandi og sagði Björgólfur að markaðurinn leiti jafnvægis og til þess þurfi hann að vera sjálfbær.Skaut á Skúla Skaut Björgólfur svolítið á Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, með því að segja að það þýði ekki að reka lággjaldaflugfélag en vera það síðan ekki í raun og veru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Vísir/VilhelmÞar væri ábyrgð stjórnenda mikil. Stjórn sé yfir WOW air og þar séu einstaklingar sem talað hafi fyrir góðum stjórnarháttum. Aðspurður sagði Björgólfur að ekki væri markaður fyrir tvö flugfélög á Íslandi sem sinna bara utanlandsferðum Íslendinga. Hins vegar sé staðan þannig að 80 til 85 prósent af viðskiptavinum Icelandair komi erlendis frá og því sé það risa markaður. Hann sagði að stjórnendur flugfélaga ættu fyrst og fremst að einbeita sér að því að bæta lífskjör og ekki ætti að reyna að búa til lífsstíl á fölskum forsendum. „Það verður að vera grundvöllur fyrir rekstri,“ sagði Björgólfur.10 milljarða lán „piece of cake“ Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, spurði Björgólf út í lán sem Icelandair fékk nýverið frá Landsbankanum, sem er í eigu íslenska ríkisins, upp á 10 milljarða króna. Sagði Gunnlaugur að því hefði verið haldið fram að staða Icelandair sé betri en WOW því Icelandair hafi verið „pínulítið“ ríkisstyrkt.Björgólfur var hissa á spurningum um ríkisstyrki til Icelandair.Vísir/VilhelmBjörgólfur var nokkuð hissa á að fá slíka spurningu og sagði að mögulega gæti það hafa gerst á árum áður þegar Íslendingar gátu einvörðungu treyst á Icelandair til að komast á milli landa með flugi. Árið 2001, eftir árásarnir á Tvíburaturnanna í Bandaríkjunum, komu nánast öll ríki heimsins að rekstri flugfélaga með því að veita ríkisábyrgð á tryggingapakka þeirra. Sagði Björgólfur að mýtan um ríkisstyrk til Icelandair væri liðin tíð. Sú staða væri ekki lengur fyrir hendi. „Icelandair er ekki ríkisstyrkt félag og hefur ekki verið. Það er búinn að vera sjálfbær rekstur þar,“ sagði Björgólfur. Icelandair væri í góðri stöðu og tíu milljarða króna lán frá Landsbankanum væri „piece of cake“ fyrir Icelandair.Þurfi betur borgandi ferðamenn Ræddu þáttastjórnendur og Björgólfur að 29 flugfélög hefði flogið hingað til lands í fyrra og búist við um 26 í ár. Hann sagði að ferðamannastraumurinn myndi halda áfram með þessum félögum en spurningin sem stæði eftir væri hvort að sá hópur sem kom til landsins með WOW air væri að hverfa því WOW air hefði boðið flugfargjöld á of lágu verði sem varð þess valdandi að flugfélagið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar.Björgólfur sagði að mögulega myndu þeir ferðamenn hverfa sem komu hingað til lands með WOW á of lágu flugfargjaldi sem stóð ekki undir rekstri félagsins. Vísir/VilhelmÍslendingar ættu að einbeita sér að því að fá betur borgandi ferðamenn til landsins. Sækja þurfi fram og fyrirtæki og ríki þurfi að taka höndum saman í því átaki líkt og var gert árið 2009 þegar farið var í „Ísland allt árið“-átakið. Verulega góð sóknarfæri væru í sjónmáli og sagði Björgólfur að það væri óskandi að stéttarfélög og atvinnurekendur tækju tillit til þess við samningaborðið. „Af því gefnu að menn komist að skynsamlegri niðurstöðu finnst mér vera glansandi bjart framundan.“Simpansi hefði rekið flugfélag með hagnaði 2015 Hann sagðist telja að krónan þurfi að veikjast því Íslendingar lifi á útlendingum. Ferðamaðurinn hefði hins vegar haldið að sér höndum vegna gengi krónunnar og það sé ekki óeðlilegt að gengið sæki í það sem útlendingurinn geti lifað á og Íslendingar aðlagi sig að því. Það sé gömul saga og ný. Var Björgólfur spurður hvort að staða WOW væri betri í dag hefði félagið staldrað við árið 2017 og til dæmis ekki hafið áætlunarflug til Indlands.Frá fyrsta flugi WOW air til Indlands.WOW airBjörgólfur sagði að árið 2015 hefði verið algjört metár í rekstri flugfélaga. Sagði Björgólfur að forstjóri Ryanair hefði látið þau orð falla að simpansi hefði getað rekið flugfélag með hagnaði það ár. Icelandair hafði skoðað flug til Indlands en kostnaðurinn var einfaldlega of mikill. Hann taldi Indlands-áætlun WOW engan blóraböggul þegar kemur að rekstrarvandræðum WOW þó svo að félagið hefði lagt mikla fjárfestingu í það.
Fréttir af flugi Icelandair Bítið WOW Air Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira