Byggja Biskupsstofu á lóð fyrir sóknarprest Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Lóðin sem áður var eyrnamerkt presti í Háteigskirkju. Fréttablaðið/Stefán Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira