Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 19:15 Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira