Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 15:37 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um. Vísir/GETTY Meðlimir Sigur Rósar harma mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá vegna gruns um skattalagabrota. Þetta segja þeir í yfirlýsingu sem þeir hafa sent fjölmiðlum vegna ákærunnar. Vonast þeir á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. Er um að ræða rannsókn á skattaframtölum hljómsveitarmeðlimanna fyrir árin 2010 til 2014. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að ríkisskattstjóri hafi fallist á allar innsendar upplýsingar og útskýringar þeirra í desember síðastliðnum og því sé enginn ágreiningur á milli þeirra og skattayfirvalda. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér fyrir neðan:Skil á skattframtölum hljómsveitarmeðlima fyrir árin 2010-2014 hafa verið til skoðunar hjá yfirvöldum í nokkur ár. Í desember síðastliðnum féllst ríkisskattstjóri á allar innsendar upplýsingar og útskýringar og því er enginn ágreiningur á milli þeirra og skattyfirvalda.Héraðssaksóknari hefur hins vegar tekið ákvörðun um að ákæra hljómsveitarmeðlimi vegna vanframtalinna tekna. Hljómsveitarmeðlimir harma að málið þurfi að fara fyrir dóm en vonast á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattyfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.Bjarnfreður Ólafsson, LOGOS lögmannsþjónustu: „Hljómsveitarmeðlimir eru tónlistarmenn og ekki sérfróðir í bókhaldi og alþjóðlegum viðskiptum – hvað þá í framtalsgerð og skattskilum. Þess vegna réðu þeir viðurkennda sérfræðinga til að annast bókhald og öll samskipti við íslensk skattyfirvöld. En í ljós hefur komið að röngum framtölum var skilað til ríkisskattstjóra og/eða þeim skilað alltof seint. Á sama tíma töldu hljómsveitarmeðlimir að þessi mál væru í lagi og í höndum fagmanna. Það verður núna verkefni Héraðssaksóknara að færa sönnur fyrir því að hljómsveitarmeðlimir hafi sjálfir gerst sekir um stórfellda vanrækslu á framtalsskyldu sinni. Í ljósi málsatvika fæ ég ekki séð hvernig það verður hægt og þess vegna veldur það vonbrigðum að embætti Héraðssaksóknara hafi tekið ákvörðun um ákærur á hendur þeim.“ Dómsmál Sigur Rós Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar harma mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá vegna gruns um skattalagabrota. Þetta segja þeir í yfirlýsingu sem þeir hafa sent fjölmiðlum vegna ákærunnar. Vonast þeir á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. Er um að ræða rannsókn á skattaframtölum hljómsveitarmeðlimanna fyrir árin 2010 til 2014. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að ríkisskattstjóri hafi fallist á allar innsendar upplýsingar og útskýringar þeirra í desember síðastliðnum og því sé enginn ágreiningur á milli þeirra og skattayfirvalda. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér fyrir neðan:Skil á skattframtölum hljómsveitarmeðlima fyrir árin 2010-2014 hafa verið til skoðunar hjá yfirvöldum í nokkur ár. Í desember síðastliðnum féllst ríkisskattstjóri á allar innsendar upplýsingar og útskýringar og því er enginn ágreiningur á milli þeirra og skattyfirvalda.Héraðssaksóknari hefur hins vegar tekið ákvörðun um að ákæra hljómsveitarmeðlimi vegna vanframtalinna tekna. Hljómsveitarmeðlimir harma að málið þurfi að fara fyrir dóm en vonast á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattyfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.Bjarnfreður Ólafsson, LOGOS lögmannsþjónustu: „Hljómsveitarmeðlimir eru tónlistarmenn og ekki sérfróðir í bókhaldi og alþjóðlegum viðskiptum – hvað þá í framtalsgerð og skattskilum. Þess vegna réðu þeir viðurkennda sérfræðinga til að annast bókhald og öll samskipti við íslensk skattyfirvöld. En í ljós hefur komið að röngum framtölum var skilað til ríkisskattstjóra og/eða þeim skilað alltof seint. Á sama tíma töldu hljómsveitarmeðlimir að þessi mál væru í lagi og í höndum fagmanna. Það verður núna verkefni Héraðssaksóknara að færa sönnur fyrir því að hljómsveitarmeðlimir hafi sjálfir gerst sekir um stórfellda vanrækslu á framtalsskyldu sinni. Í ljósi málsatvika fæ ég ekki séð hvernig það verður hægt og þess vegna veldur það vonbrigðum að embætti Héraðssaksóknara hafi tekið ákvörðun um ákærur á hendur þeim.“
Dómsmál Sigur Rós Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26