Tengsl og tengslaleysi mannsins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:15 Ég held það sé alltaf af hinu góða þegar maður kemur hreint fram og segir hlutina eins heiðarlega og manni er unnt. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir verk sín í Listasafninu á Akureyri ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu, en yfirskrift sýningarinnar er SuperBlack. Kristín sýnir þar 15 málverk. „Sýningin er framhald á sýningu okkar Margrétar í Nesstofu á Seltjarnarnesi árið 2015 en þar unnum við með svört verk sem tengdust sögu hússins sem er eitt elsta steinhús á landinu, byggt 1770. Út frá þeirri hugmynd þróaðist sýningin SuperBlack, þar sem við unnum báðar út frá svörtum lit og margvíslegri merkingu hans. Liturinn SuperBlack eða vantablack er vísindaleg uppfinning og sýnir algert tóm, augað greinir ekki litbrigði. Sýningin fór til Kaupmannahafnar og var sýnd á Norðurbryggju, þaðan til Þórshafnar, Færeyjum, þar sem hún var í Norðurlandahúsinu og lýkur nú ferðalagi sínu á Listasafninu á Akureyri. Margrét fæst í leirinnsetningu sinni við samband manns og náttúru og veltir fyrir sér spurningum um hvort manneskjan umgangist líffæri sín á sama hátt og náttúruna. Ég fjalla um samband mannsins við sjálfan sig og umhverfi sitt. Verkin fjalla um þessi tengsl og tengslaleysi mannsins, þrá eftir einhverju betra og hvernig sagan endurtekur sig. Þar vísa ég meðal annars til barokktímabilsins, uppstillinga portrettmynda þess tíma og hversu lítið það sagði um raunverulegt líf og líðan fólks. Ég nota líka mikið glimmer sem er skemmtilegt efni en viðkvæmt í myndlist. En fyrir mér fellur það vel að lífsháskaverkum. Í flestum verkum mínum gegnum tíðina hef ég eina manneskju, gjarnan konu og þá miðjusetta. Maðurinn er alltaf að fást við einsemd sem virðist aukast.“ Þrátt fyrir alla tækni og þrátt fyrir að hann sé sítengdur, eða kannski vegna þess? „Vegna þess. Ég held að honum hætti til að loka sig af og flóttaleiðirnar eru orðnar fleiri og auðveldari.“ Og svarti flöturinn býður upp á að þú sýnir þetta í verkum þínum. „Algjörlega. Hann getur átt við tóm og nýtt upphaf. Hann getur endurspeglað margt í sálarlífi fólks, allt frá hinu óttalega til skjóls. Hann er líka heillandi eins og myrkrið í móðurkviði eða næturhiminn. En það er líka rokk og ról í þessum verkum, glimmer og spenna.“Ekkert hvítt kurteisisbil Verkin eru flest um 2x2 metrar. „Ég ákvað að koma þeim öllum inn í þetta ferkantaða rými, á tvo veggi fyrir utan eitt verk. Þau eru hvert og eitt talsvert krefjandi og hlaðin og mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman og mynda tvo massa á sitt hvorum vegg. Það var gaman að sleppa hvíta kurteisisbilinu milli verkanna og láta þau öll kalla í einu. Hafa nógu mikið af öllu. Persónulega finnst mér þessi uppsetning takast mjög vel. Það er best að setja saman sýningu þegar rýmið er hannað fyrir myndlist og ekkert sem truflar. Lofthæðin er góð og reyndar eru öll rýmin hér í Listasafninu á Akureyri spennandi þótt þau séu ólík. Þetta er einstaklega fallegt og vel búið safn og mjög gefandi að sýna og vinna hér. Eitt afar mikilvægt er að Listasafn Akureyrar og Listasafn Reykjavíkur eru fyrstu opinberu listasöfnin sem borga listamönnum fyrir að vera með sýningu. Það hefur verið hefð fyrir því að allir sem vinna í kringum listamanninn séu á sínum taxta en listamaðurinn sem þrátt fyrir allt allt hverfist um, á að láta sér nægja heiðurinn og lifa af honum. Þótt myndlist sé til sölu, hentar hún misvel í hýbýli fólks eða stofnana. Listamenn reikna ekki með því að selja.“„Mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman,“ segir Kristín.Sköpunarverkið er í lagi Talað berst að þróuninni í list Kristínar. Hún hefur verið þekkt fyrir gerð helgimynda og notar tækni miðalda enn, en á nýjan hátt. Hún sýnir blaðamanni verk unnið með blaðgulli, af konu sem er búin að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð og hefur misst brjóst. „Hér er mannkynið í sársaukanum, þetta er í rauninni Kristsmynd nútímans,“ segir hún. Saumuð veggteppi og blaðgullsverk af kvensköpum vöktu athygli og ekki síst vegna breytinganna sem list Kristínar tók um 2008. „Einhverjir hneyksluðust en ég fékk eiginlega bara jákvæð viðbrögð. Það var eins og margir upplifðu létti. Ég held það sé alltaf af hinu góða þegar maður kemur hreint fram og segir hlutina eins heiðarlega og manni er unnt. Mér var engin reiði í hug með píkumyndunum. Sköpunarverkið er í lagi, kynhvöt er í lagi, við erum í lagi. Hvernig við svo förum með þessi mál er allt annað. En verk af sköpum geta orðið trúarleg upplifun vegna þess að sköpunarverkið er í lagi, ekki satt? Allt er gott. Í kapellu Grafarvogskirkju er einmitt búið að hengja upp stórt skapaverk sem ég nefni „Móðirin“ og er mikilvægt innlegg í þessa umræðu. Ég er afar ánægð og sátt við framtak presta og sóknarnefndar þar. Í myndlist minni er þráður sem er einnig stór hluti af sjálfri mér og snýr að undirvitund, eðlishvöt eins og trú og kynhvöt, dauða og ekki síst tabúum. Í SuperBlack er umfangsefnið dauðinn og þráin. Og tabúin liggja mjög nálægt í okkar daglega lífi. Til dæmis í okkar æskudýrkandi samfélagi er eins og það sé vandræðalegt að eldast. Og er guð orðinn tabú?“ Það er nóg fram undan hjá Kristínu. Í byrjun júní verður opnuð sýning í Galleríi Kaktus á Akureyri, viku síðar í Galleríi Kompu á Siglufirði og þann 17. júní í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum. Í september er sýning í Genf og í Vínarborg í október. „Það er mikilvægt að vera á staðnum og fylgja sýningum eftir, ef það er hægt. Umræðan um verkin er mikilvæg og maður hefur gott af henni. En best er þegar verkið lifir af sem slíkt og gefur af sér í þögninni,“ segir listakonan. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir verk sín í Listasafninu á Akureyri ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu, en yfirskrift sýningarinnar er SuperBlack. Kristín sýnir þar 15 málverk. „Sýningin er framhald á sýningu okkar Margrétar í Nesstofu á Seltjarnarnesi árið 2015 en þar unnum við með svört verk sem tengdust sögu hússins sem er eitt elsta steinhús á landinu, byggt 1770. Út frá þeirri hugmynd þróaðist sýningin SuperBlack, þar sem við unnum báðar út frá svörtum lit og margvíslegri merkingu hans. Liturinn SuperBlack eða vantablack er vísindaleg uppfinning og sýnir algert tóm, augað greinir ekki litbrigði. Sýningin fór til Kaupmannahafnar og var sýnd á Norðurbryggju, þaðan til Þórshafnar, Færeyjum, þar sem hún var í Norðurlandahúsinu og lýkur nú ferðalagi sínu á Listasafninu á Akureyri. Margrét fæst í leirinnsetningu sinni við samband manns og náttúru og veltir fyrir sér spurningum um hvort manneskjan umgangist líffæri sín á sama hátt og náttúruna. Ég fjalla um samband mannsins við sjálfan sig og umhverfi sitt. Verkin fjalla um þessi tengsl og tengslaleysi mannsins, þrá eftir einhverju betra og hvernig sagan endurtekur sig. Þar vísa ég meðal annars til barokktímabilsins, uppstillinga portrettmynda þess tíma og hversu lítið það sagði um raunverulegt líf og líðan fólks. Ég nota líka mikið glimmer sem er skemmtilegt efni en viðkvæmt í myndlist. En fyrir mér fellur það vel að lífsháskaverkum. Í flestum verkum mínum gegnum tíðina hef ég eina manneskju, gjarnan konu og þá miðjusetta. Maðurinn er alltaf að fást við einsemd sem virðist aukast.“ Þrátt fyrir alla tækni og þrátt fyrir að hann sé sítengdur, eða kannski vegna þess? „Vegna þess. Ég held að honum hætti til að loka sig af og flóttaleiðirnar eru orðnar fleiri og auðveldari.“ Og svarti flöturinn býður upp á að þú sýnir þetta í verkum þínum. „Algjörlega. Hann getur átt við tóm og nýtt upphaf. Hann getur endurspeglað margt í sálarlífi fólks, allt frá hinu óttalega til skjóls. Hann er líka heillandi eins og myrkrið í móðurkviði eða næturhiminn. En það er líka rokk og ról í þessum verkum, glimmer og spenna.“Ekkert hvítt kurteisisbil Verkin eru flest um 2x2 metrar. „Ég ákvað að koma þeim öllum inn í þetta ferkantaða rými, á tvo veggi fyrir utan eitt verk. Þau eru hvert og eitt talsvert krefjandi og hlaðin og mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman og mynda tvo massa á sitt hvorum vegg. Það var gaman að sleppa hvíta kurteisisbilinu milli verkanna og láta þau öll kalla í einu. Hafa nógu mikið af öllu. Persónulega finnst mér þessi uppsetning takast mjög vel. Það er best að setja saman sýningu þegar rýmið er hannað fyrir myndlist og ekkert sem truflar. Lofthæðin er góð og reyndar eru öll rýmin hér í Listasafninu á Akureyri spennandi þótt þau séu ólík. Þetta er einstaklega fallegt og vel búið safn og mjög gefandi að sýna og vinna hér. Eitt afar mikilvægt er að Listasafn Akureyrar og Listasafn Reykjavíkur eru fyrstu opinberu listasöfnin sem borga listamönnum fyrir að vera með sýningu. Það hefur verið hefð fyrir því að allir sem vinna í kringum listamanninn séu á sínum taxta en listamaðurinn sem þrátt fyrir allt allt hverfist um, á að láta sér nægja heiðurinn og lifa af honum. Þótt myndlist sé til sölu, hentar hún misvel í hýbýli fólks eða stofnana. Listamenn reikna ekki með því að selja.“„Mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman,“ segir Kristín.Sköpunarverkið er í lagi Talað berst að þróuninni í list Kristínar. Hún hefur verið þekkt fyrir gerð helgimynda og notar tækni miðalda enn, en á nýjan hátt. Hún sýnir blaðamanni verk unnið með blaðgulli, af konu sem er búin að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð og hefur misst brjóst. „Hér er mannkynið í sársaukanum, þetta er í rauninni Kristsmynd nútímans,“ segir hún. Saumuð veggteppi og blaðgullsverk af kvensköpum vöktu athygli og ekki síst vegna breytinganna sem list Kristínar tók um 2008. „Einhverjir hneyksluðust en ég fékk eiginlega bara jákvæð viðbrögð. Það var eins og margir upplifðu létti. Ég held það sé alltaf af hinu góða þegar maður kemur hreint fram og segir hlutina eins heiðarlega og manni er unnt. Mér var engin reiði í hug með píkumyndunum. Sköpunarverkið er í lagi, kynhvöt er í lagi, við erum í lagi. Hvernig við svo förum með þessi mál er allt annað. En verk af sköpum geta orðið trúarleg upplifun vegna þess að sköpunarverkið er í lagi, ekki satt? Allt er gott. Í kapellu Grafarvogskirkju er einmitt búið að hengja upp stórt skapaverk sem ég nefni „Móðirin“ og er mikilvægt innlegg í þessa umræðu. Ég er afar ánægð og sátt við framtak presta og sóknarnefndar þar. Í myndlist minni er þráður sem er einnig stór hluti af sjálfri mér og snýr að undirvitund, eðlishvöt eins og trú og kynhvöt, dauða og ekki síst tabúum. Í SuperBlack er umfangsefnið dauðinn og þráin. Og tabúin liggja mjög nálægt í okkar daglega lífi. Til dæmis í okkar æskudýrkandi samfélagi er eins og það sé vandræðalegt að eldast. Og er guð orðinn tabú?“ Það er nóg fram undan hjá Kristínu. Í byrjun júní verður opnuð sýning í Galleríi Kaktus á Akureyri, viku síðar í Galleríi Kompu á Siglufirði og þann 17. júní í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum. Í september er sýning í Genf og í Vínarborg í október. „Það er mikilvægt að vera á staðnum og fylgja sýningum eftir, ef það er hægt. Umræðan um verkin er mikilvæg og maður hefur gott af henni. En best er þegar verkið lifir af sem slíkt og gefur af sér í þögninni,“ segir listakonan.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira