Tjón af brennu tánings í Sandgerði metið tuttugu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 09:00 Eldsins varð vart um sexleytið sunnudaginn 8. maí. Skúrinn, sem var úr timbri, var alelda þegar slökkviliðið mætti á vettvang. Slökkvistarf tók um klukkustund. Brunavarnir Suðurnesja Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira