Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Ari Brynjólfsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Efling hóf verkfallsaðgerðir á föstudaginn með verkfalli þerna á hótelum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira