Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson afgreiddi Alex Oliveira með stæl í síðasta bardaga. vísir/getty „Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Sjá meira
„Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Sjá meira
Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00