Verkfallsboðunin ákall um að SA komi með raunhæft tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. mars 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stöð 2 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44