Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 11:53 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira