Við þurfum að laga kerfið að börnunum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 08:30 Hermundur Sigmundsson, læsi, prófessor við íþróttafræðisvið HR og sálfræðideild Norska háskólans Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, hefur barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum. Niðurstöður úr PISA-rannsókninni sem lögð var fyrir nemendur árið 2015 kom illa út fyrir íslenska nemendur og hallaði verulega á drengi. Ísland var í 35. sæti af 69 löndum og var því aftarlega á merinni. PISA-könnun var lögð fyrir nemendur aftur í fyrra og koma niðurstöður úr henni í haust. En hvað veldur þessum lestrarörðugleikum? „Ástæðurnar eru fjölþættar. Í Noregi höfum við verið að skoða það hvenær upphafið að vandamálinu verður og höfum við þá litið til barna í 1. bekk í grunnskóla. Þá skoðuðum við bókstafa- og hljóðakunnáttu og þar getum við séð hversu marga bókstafi börnin kunna, stóra og litla, og hversu mörg hljóð þau kunna og að bera stafina rétt fram. Við fundum að það er kynjamismunur á öllum þessum þáttum, þegar í 1. bekk,“ segir Hermundur. „Rannsóknir sýna að stúlkur byrja að babbla í kringum 10 mánaða aldurinn og það er talað meira við stelpur frá fæðingu. Þá erum við komin með erfðaþætti og umhverfisþætti. Þetta er því mjög flókið samspil.“ Hann segir það einnig hafa áhrif ef það er fátækt í fjölskyldunni, það hafi meiri afleiðingar en flestir geri sér grein fyrir. „Þetta höfum við verið að sjá þegar við skoðum rannsóknir. Eins ef drengir eiga einstæða foreldra þá er það líka erfiður þáttur. Strákar virðast vera viðkvæmari fyrir svona aðstæðum. Ein af ástæðunum er meira testósterón sem hefur áhrif á heilaþróun og er vísindalega sannað.“ Þegar Hermundur fór að skoða vandamálið nánar kom í ljós að drengir hafa minni áhuga á lestri og æfa lesturinn mun minna. Lykilatriðið í öllum lesskilningi er að þjálfa sig sífellt í lestrinum. Ef drengir fá ekki þann stuðning og æfingu sem þeir þurfa geta þeir lent í vandræðum. „Í Svíþjóð og Noregi eru flottar kennslubækur í lestri sem hafa mismunandi erfiðleikastig. Það eru um 20 bækur á hverju stigi, sem eru 11 talsins, og það gefur okkur 220 bækur sem börnin geta valið um. Kennarinn finnur á hvaða stigi barnið er og um leið og fyrsta stigi er náð fer barnið yfir á stig tvö. Svona bækur finnast ekki á Íslandi, ekki með markvissum erfiðleikastigum.“ Hermundur lýsir því þegar sonur hans var í skóla í Noregi 7 ára gamall og las umræddar bækur. „Honum fannst svo áhugavert að lesa um strák sem datt á skautum og þurfti að fara á spítala, það blæddi úr honum og þetta þótti óttalega spennandi. Svo man ég eftir annarri bók sem var um köngulær með hárum og öll bókin var um þær og hvað þær átu og annað. Það er mismunandi hvað stúlkur velja og hvað drengir velja. En það er lykilatriði að reyna að fanga áhugann hjá börnum. Við verðum að hafa efni bóka spennandi,“ segir Hermundur. Drengir leika sér öðruvísi en stúlkur og segir Hermundur oft erfitt fyrir þá að sitja kyrra á skólabekk. „Það er oft mikill kraftur í drengjum og þeir sem eru virkilega orkumiklir eiga mjög erfitt með það. Við höfum fengið einn skóla, Flataskóla, með okkur í lið til að breyta þessu. Þar hefst dagurinn á hreyfingu. Við erum með rannsóknir erlendis sem sýna það að hreyfing í fyrsta tíma skóladagsins er gífurlega mikilvæg fyrir ró og einbeitingu í fjóra tíma á eftir,“ segir Hermundur. „Það þarf vilja og þor til að brjóta aðeins upp skóladaginn og taka tillit til þess að kynin eru mismunandi. Við verðum að reyna að rífa okkur upp úr þessu gamla fari og kveikja neista hjá nemendum. Við erum ekki eins.“ Þörf sé á því að mæta drengjum á annan hátt en hefðbundið skólakerfi bjóði upp á. Nauðsynlegt sé að spjalla meira við drengi frá fæðingu og sinna þeim þannig að þeir hafi áhuga á að læra, gera efnið áhugavert. „Það eru margir frábærir kennarar með neista, góðir kennarar sem eru óhræddir við að prófa nýja hluti og ég treysti þeim alveg til að tækla þetta. Við þurfum að mæta börnum og laga kerfið að þeim. Aðlaga skólakerfið mismunandi þörfum drengja og stúlkna. Sumir þurfa þess ekki, en það eru margir sem þurfa þess og þá þarf að finna það sem viðkomandi þarf á að halda.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, hefur barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum. Niðurstöður úr PISA-rannsókninni sem lögð var fyrir nemendur árið 2015 kom illa út fyrir íslenska nemendur og hallaði verulega á drengi. Ísland var í 35. sæti af 69 löndum og var því aftarlega á merinni. PISA-könnun var lögð fyrir nemendur aftur í fyrra og koma niðurstöður úr henni í haust. En hvað veldur þessum lestrarörðugleikum? „Ástæðurnar eru fjölþættar. Í Noregi höfum við verið að skoða það hvenær upphafið að vandamálinu verður og höfum við þá litið til barna í 1. bekk í grunnskóla. Þá skoðuðum við bókstafa- og hljóðakunnáttu og þar getum við séð hversu marga bókstafi börnin kunna, stóra og litla, og hversu mörg hljóð þau kunna og að bera stafina rétt fram. Við fundum að það er kynjamismunur á öllum þessum þáttum, þegar í 1. bekk,“ segir Hermundur. „Rannsóknir sýna að stúlkur byrja að babbla í kringum 10 mánaða aldurinn og það er talað meira við stelpur frá fæðingu. Þá erum við komin með erfðaþætti og umhverfisþætti. Þetta er því mjög flókið samspil.“ Hann segir það einnig hafa áhrif ef það er fátækt í fjölskyldunni, það hafi meiri afleiðingar en flestir geri sér grein fyrir. „Þetta höfum við verið að sjá þegar við skoðum rannsóknir. Eins ef drengir eiga einstæða foreldra þá er það líka erfiður þáttur. Strákar virðast vera viðkvæmari fyrir svona aðstæðum. Ein af ástæðunum er meira testósterón sem hefur áhrif á heilaþróun og er vísindalega sannað.“ Þegar Hermundur fór að skoða vandamálið nánar kom í ljós að drengir hafa minni áhuga á lestri og æfa lesturinn mun minna. Lykilatriðið í öllum lesskilningi er að þjálfa sig sífellt í lestrinum. Ef drengir fá ekki þann stuðning og æfingu sem þeir þurfa geta þeir lent í vandræðum. „Í Svíþjóð og Noregi eru flottar kennslubækur í lestri sem hafa mismunandi erfiðleikastig. Það eru um 20 bækur á hverju stigi, sem eru 11 talsins, og það gefur okkur 220 bækur sem börnin geta valið um. Kennarinn finnur á hvaða stigi barnið er og um leið og fyrsta stigi er náð fer barnið yfir á stig tvö. Svona bækur finnast ekki á Íslandi, ekki með markvissum erfiðleikastigum.“ Hermundur lýsir því þegar sonur hans var í skóla í Noregi 7 ára gamall og las umræddar bækur. „Honum fannst svo áhugavert að lesa um strák sem datt á skautum og þurfti að fara á spítala, það blæddi úr honum og þetta þótti óttalega spennandi. Svo man ég eftir annarri bók sem var um köngulær með hárum og öll bókin var um þær og hvað þær átu og annað. Það er mismunandi hvað stúlkur velja og hvað drengir velja. En það er lykilatriði að reyna að fanga áhugann hjá börnum. Við verðum að hafa efni bóka spennandi,“ segir Hermundur. Drengir leika sér öðruvísi en stúlkur og segir Hermundur oft erfitt fyrir þá að sitja kyrra á skólabekk. „Það er oft mikill kraftur í drengjum og þeir sem eru virkilega orkumiklir eiga mjög erfitt með það. Við höfum fengið einn skóla, Flataskóla, með okkur í lið til að breyta þessu. Þar hefst dagurinn á hreyfingu. Við erum með rannsóknir erlendis sem sýna það að hreyfing í fyrsta tíma skóladagsins er gífurlega mikilvæg fyrir ró og einbeitingu í fjóra tíma á eftir,“ segir Hermundur. „Það þarf vilja og þor til að brjóta aðeins upp skóladaginn og taka tillit til þess að kynin eru mismunandi. Við verðum að reyna að rífa okkur upp úr þessu gamla fari og kveikja neista hjá nemendum. Við erum ekki eins.“ Þörf sé á því að mæta drengjum á annan hátt en hefðbundið skólakerfi bjóði upp á. Nauðsynlegt sé að spjalla meira við drengi frá fæðingu og sinna þeim þannig að þeir hafi áhuga á að læra, gera efnið áhugavert. „Það eru margir frábærir kennarar með neista, góðir kennarar sem eru óhræddir við að prófa nýja hluti og ég treysti þeim alveg til að tækla þetta. Við þurfum að mæta börnum og laga kerfið að þeim. Aðlaga skólakerfið mismunandi þörfum drengja og stúlkna. Sumir þurfa þess ekki, en það eru margir sem þurfa þess og þá þarf að finna það sem viðkomandi þarf á að halda.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira