Segulmagn Jakobs nær ekki Phil Collins Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Jack Magnet er segulmagnaður eins og jörðin og ætlar að grúva eins og það sé 1977 annað kvöld. Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira