Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu Ari Brynjólfsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Sýni voru tekin í Breiðholtsskóla vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Mygla var í útvegg. FBL/ernir Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45