Enginn sér eftir því að velja að lifa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. mars 2019 09:55 Lóa vonast til að þættirnir verði til þess að fólk opni sig um alvarlegan vanda. Fréttablaðið/Eyþór Við erum alltaf betur sett ef við tölum um hlutina, segir Lóa Pind sem sýnir fyrsta þátt sinn í nýrri þáttaröð um sjálfsvíg á Stöð 2 á sunnudag. Eftir vinnslu þáttanna er hún sannfærð um að það þurfi að huga betur að því að ungt fólk fái tækifæri til að rækta hæfileika sína og finna sér tilgang. Skólakerfinu þurfi að bylta og fólk þurfi að vera duglegra við að ræða um tilfinningar og líðan. Lóa Pind býr í fallegu steinhúsi í Norðurmýrinni í Reykjavík. Heimili hennar er litríkt og hlýlegt í senn. Hún bjó áður í miðbænum og segist ekki sakna þess. Hún vinnur mikið heima við dagskrárgerð sína. „Það er óhætt að segja að ég sé ekki skrifstofutýpan. Ég hef þörf fyrir að ná mikilli einbeitingu í því sem ég er að gera og vil ekki láta trufla mig. En auðvitað sakna ég þess oft að hafa í kringum mig góða samstarfsfélaga,“ segir Lóa sem ákvað á nýju ári að hefja nýjan kafla í lífi sínu og starfa sjálfstætt. Hún stofnaði eigið fyrirtæki utan um dagskrárgerðina Lóa Productions og hefur gert samkomulag við Sýn sem rekur Stöð 2 um framleiðslu á næstu þáttaröð, Hvar er best að búa? Um Íslendinga sem hafa kosið að búa á forvitnilegum stöðum víða um heim. „Þetta er mjög spennandi, ég hef starfað fyrir sama fyrirtækið í fjölda ára og þetta er því mjög mikil breyting á mínum högum. Mér finnst ég einhvern veginn loksins vera orðin fullorðin. Ég er kannski dæmigerður kvenmaður, varkár í fjármálum og fjárhagslegt óöryggi fer ekki vel í mig. En núna, eftir að hafa stjórnað og skrifað um það bil 10 sjónvarpsþáttaraðir, eftir nærri aldarfjórðung í fjölmiðlabransanum, finnst mér ég loksins vera tilbúin til að standa á eigin fótum. Ef ég væri strákur, hefði ég kannski stofnað þetta framleiðslufyrirtæki fyrir aldarfjórðungi,“ segir Lóa.Mikilvægt að vanda sig Á sunnudag verður sýndur fyrsti þáttur af fjórum af nýjum þáttum Lóu, Viltu í alvöru deyja? Í þáttunum ræðir hún við aðstandendur einstaklinga sem hafa svipt sig lífi. Lóa segir þættina eina þá erfiðustu sem hún hefur unnið. „Það var eðlilega líka erfitt að fá viðmælendur til að opna sig um eigin geðsjúkdóma í þáttaröðinni „Bara geðveik.“ Það er erfitt að fá fólk til að ræða um þessi persónulegu mál og margir sögðu nei við mig,“ segir Lóa og segist skilja það vel. Hún segir umræðuna hins vegar vera að opnast síðustu ár. „Ég tek eftir því í minni vinnu. Þó að það hafi verið erfitt að fá fólk til að opna sig þá var það auðveldara en áður. Umræðan og kúltúrinn í íslensku samfélagi hefur breyst mikið á fáeinum árum. Hún er opnari en þá er líka mikilvægt að vanda sig,“ segir Lóa. „Það sem er erfiðast er að fólk er að þvinga sig til að ræða þessa hluti í þágu annarra. Það er erfitt að vera í þeirri stöðu að þvinga fram slíkar frásagnir því þetta er það sársaukafyllsta og versta sem fólk lendir í. Og ég tala nú ekki um ef það er barnið þitt sem gerir þetta, ung manneskja með allt líf sitt fram undan. Fólki finnst að það hefði átt að sjá eitthvað, eða heyra eitthvað á viðkomandi. Fólk getur smám saman lifað með þessu en það var augljóst á þeim sem ég ræddi við að þessi sársauki fer ekki. Fólk situr uppi með hann ævilangt.“Lóa hefur stofnað fyrirtæki um þáttagerð sína, Lóa Productions, og er full tilhlökkunar yfir sjálfstæðinu.Fréttablaðið/EyþórFólk situr eftir með sársaukannFjölmiðlafólk er stundum gagnrýnt fyrir að fjalla um geðsjúkdóma og sjálfsvíg. Ertu meðvituð um að fólk er gagnrýnið á umræðuna? „Fyrir mörgum árum þegar ég starfaði á fréttastofunni þá var það nú eiginlega bara þannig að við fjölluðum ekki um sjálfsvíg. En það gengur ekki upp í dag. Umræðan er svo opin og hún er svo víða, til dæmis á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlar hafa því hlutverki að gegna í þeim efnum. Geðlæknar eru eðlilega varkárir og tortryggnir í garð fjölmiðla og það er vegna þess að það hefur verið sýnt fram á smitáhrif þegar fjallað er um sjálfsvíg,“ segir Lóa og segist hafa gætt sín í hvívetna. „Ég geri allt sem ég get til þess að efni þáttanna fari rétt ofan í fólk og ber þættina undir geðlækni áður en þeir fara í loftið. Ég las mér mikið til, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig á að fjalla um sjálfsvíg og ég fylgi þeirri línu. Ég einblíni á sársauka þeirra sem eftir lifa og upphef ekki þá látnu,“ segir Lóa og segir því miður nóg um slíka upphafningu annars staðar. „Það er ekkert smart við það að drepa sig þegar maður er ungur. Það er heill her af fólki sem situr eftir með sársaukann og sektarkenndina, það getur verið ævilangt ferli að búa við slíkan sársauka,“ segir hún. Tölfræðin breytist lítið Lóa segist einnig hafa lagt áherslu á að hafa þættina ekki dimma og drungalega. „Enda snúast þeir um lífið. Gleðina og kraftinn sem í því býr andspænis dauðanum.“ Lóa ræðir í þáttunum við foreldra, systkini, maka og börn fólks sem hefur svipt sig lífi. „Í hverjum þætti fjalla ég um mál tveggja einstaklinga sem hafa svipt sig lífi og ræði við ástvini þeirra og ræði einnig í hverjum þætti við Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni um ýmsar áleitnar spurningar sem kvikna. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Ég leita svara, hvað getum við gert til að hjálpa fólki sem kýs ekki að lifa? Tölfræðin breytist lítið þrátt fyrir öflug og betri geðlyf. Miklu fleiri strákar og karlar svipta sig lífi en stúlkur og konur. En fleiri konur gera sjálfsvígstilraunir. Það er því augljóst að það er eitthvað í karlgerðinni eða menningu okkar sem gerir það að verkum að þeir eru líklegri til að svipta sig lífi,“ segir Lóa. „En þetta er ráðgáta. Við getum ekki spurt þá sem fóru. En það sem er þó vitað er að karlar eru síður líklegir til að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Leita sér læknis eða sálfræðiaðstoðar. Þeir virðast einnig líklegri til að einangrast félagslega og vera hvatvísari,“ segir hún.Vandinn hefst í skólakerfinu Lóu er tamt að fjalla um samfélagsleg málefni á jaðrinum. Síðustu ár hefur hún hún gert vandaða þætti um ungt fólk sem á erfitt uppdráttar í skólakerfinu, Tossarnir. Og um fólk með geðsjúkdóma, Bara geðveik. Og nú fjallar hún um sjálfsvíg og leitar svara.Hverju hefur þú komist að?„Mér finnst vandinn hefjast í skólakerfinu. Ég er komin hátt á fimmtugsaldurinn og ég og fólkið í kringum mig eigum börn á þrítugsaldri sem hefur farið í gegnum skólakerfið. Ég dáist að kennurum og þeirra vinnu en það er mikilvægt að horfast í augu við það að skólakerfið virkar ekki eins og það ætti að gera. Það er hluti af velmegun okkar að geta boðið ungu fólki upp á 10 ára skyldunám og svo framhaldsnám og þaðan liggur leið margra í háskólanám. Þú ert orðin rígfullorðin manneskja þegar þú ferð að bera ábyrgð. Fyrstu átján ár skólagöngunnar erum við að mata börn. Það gengur ekki upp. Ég veit að við þurfum að minnsta kosti fjölbreyttari valkosti fyrir ungt fólk á framhaldsskólastiginu,“ segir Lóa og ítrekar að hún hafi að sjálfsögðu ekki réttu svörin við lífsgátunni. Það þekkist líka að fólk svipti sig lífi sem þyki á góðum stað í lífinu og jafnvel að elta drauma sína. Það er talið að um það bil 90% þeirra sem svipta sig lífi séu að glíma við geðræna erfiðleika og þótt við getum vonandi slegið á kvíða og þunglyndi með því að bjóða ungmennum upp á fleiri valkosti í námi, þá erum við ekki að fara að útrýma geðrænum veikindum sem geta leitt til sjálfsvígs,“ leggur Lóa áherslu á. Hættum að mata ungt fólk „En í það heila held ég að við getum fækkað sálarflækjunum ef við getum hjálpað fólki að finna tilgang. Ef að við hættum að mata ungt fólk og hjálpum því að verða sterkara, seigara og næra ástríðu sína. Ég á sjálf ungling í gagnfræðaskóla sem er bara að þrauka, ef svo má segja,“ segir Lóa og hlær. „Æi, þau eru mörg sem eru með listræna hæfileika sem eru svolítið að þreyja þorrann þangað til þau fá að gera það sem þau langar til. Ef þau finna þá til þeirrar löngunar,“ segir Lóa. „Yngri sonur minn hefur mjög gaman af því að semja tónlist. Hann var þrettán ára þegar hann sagði mér að hann ætlaði sér að fara í framhaldsskóla í útlöndum því það væri ekkert hér. Ég krossaði mig bara, að senda ungan son minn einan út í nám. En svo frétti ég af því fyrir tilviljun að það væri reyndar búið að stofna framhaldsskóla í tónlist, MÍT. Það birti yfir syni mínum og það var magnað að sjá tilganginn kvikna innra með honum. Allt í einu fannst honum rík ástæða fyrir því að sitja yfir stærðfræðinni. Það eru nefnilega inntökuskilyrði í skólann,“ segir Lóa og segist velta því reglulega fyrir sér af hverju í ósköpunum það sé ekki starfandi stór listaframhaldsskóli á Íslandi. Í dag sé listnámi dreift á marga framhaldsskóla. „Já, af hverju er ekki stór listaframhaldsskóli hér á landi. Þar sem fólk þarf ekki fyrst að klifra yfir hindranir af dönsku og stærðfræði áður en það lærir það sem það dreymir um og hefur hæfileika til. En því miður er kerfið sniðið þannig að við fleytum sem flestum í gegn á sem hagkvæmastan hátt. Það er nefnilega ódýrast að kenna bóknám,“ segir Lóa.En er það endilega ódýrast?„Einmitt, góð spurning. Því svo sannarlega er það ekki ódýrast eða hagkvæmast ef það kostar geðheilsu ungs fólks.“Lóa segist telja að vandinn hefjist í skólakerfinu.Fréttablaðið/EyþórFólk tali samanHvert var markmiðið með gerð þáttanna? „Það sem ég vonast innilega til er að þeir verði til þess að fólk geti talað saman. Og að þeir ýti við þeim fjölmörgu sem hafa sjálfsvígshugsanir eða jafnvel gert sjálfsvígstilraun, að þeir átti sig á því hversu hyldjúpan sársauka fólk skilur eftir ef það tekur þessa skelfilegu ákvörðun. Eldri sonur minn missti einn besta vin sinn úr sjálfsvígi. hann var sjálfur tvístígandi í lífinu og ég var mjög hrædd um hann á því tímabili. Á hverju kvöldi í marga mánuði fór ég inn til hans og var hrædd um hann. En ég þorði ekki að spyrja hann. Ég var svo hrædd um að það myndi rugga bátnum, koma einhverjum hugmyndum í kollinn. En núna veit ég að hann var ekkert að hugsa um þetta og ég hefði getað létt af mér mikilli sálarangist með því að spyrja krakkann beint út,“ segir hún og hristir höfuðið með bros á vör. „Ef það er eitthvað sem ég vonast eftir þá er það að foreldrar ræði við börn sín um líðan þeirra,“ segir Lóa og segir mikilvægt að hafa það í huga að það komi ekki endilega í veg fyrir sjálfsvíg. „En það borgar sig að tala. Við verðum að geta rætt þessi mál því það eru svo margir sem eru lokaðir inni með þessar hugsanir og við verðum að vita það til að geta tekist á við vandann. Hvort ástvinur okkar er kominn á þennan stað. Hvort hann sé með dagsetningu, aðferð, í huga. Því þá er það orðið alvarlegt. Þá getum við reynt að hjálpa en getum kannski ekki komið í veg fyrir allt,“ segir Lóa.Komumst yfir áföll „Oft eru þetta miklar tilfinningar, tengdar heilsu eða áföllum sem ganga samt í bylgjum. En það má komast yfir áföllin og lifa góðu og gefandi lífi. Ungt fólk verður að fá að vita það. En byrjunin er að opna sig um vandann. Við erum alltaf betur sett ef við tölum um hlutina,“ segir Lóa og segir geðheilbrigðiskerfið átta sig vel á því. „Ég finn að geðlæknar vilja að þetta sé rætt, en vilja hafa ákveðin bönd á því. Ég ber fulla virðingu fyrir því og reyni að hlýða því sem þeir segja. Eitt það allra mikilvægasta sem Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir hefur að segja er að hún hefur aldrei rætt við manneskju sem sér eftir því að hafa verið bjargað eftir sjálfsvígstilraun eða -hugsanir. Þegar manneskjan er komin út úr vanlíðaninni, þá sér enginn eftir því að velja að lifa.“ Birtist í Fréttablaðinu Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Við erum alltaf betur sett ef við tölum um hlutina, segir Lóa Pind sem sýnir fyrsta þátt sinn í nýrri þáttaröð um sjálfsvíg á Stöð 2 á sunnudag. Eftir vinnslu þáttanna er hún sannfærð um að það þurfi að huga betur að því að ungt fólk fái tækifæri til að rækta hæfileika sína og finna sér tilgang. Skólakerfinu þurfi að bylta og fólk þurfi að vera duglegra við að ræða um tilfinningar og líðan. Lóa Pind býr í fallegu steinhúsi í Norðurmýrinni í Reykjavík. Heimili hennar er litríkt og hlýlegt í senn. Hún bjó áður í miðbænum og segist ekki sakna þess. Hún vinnur mikið heima við dagskrárgerð sína. „Það er óhætt að segja að ég sé ekki skrifstofutýpan. Ég hef þörf fyrir að ná mikilli einbeitingu í því sem ég er að gera og vil ekki láta trufla mig. En auðvitað sakna ég þess oft að hafa í kringum mig góða samstarfsfélaga,“ segir Lóa sem ákvað á nýju ári að hefja nýjan kafla í lífi sínu og starfa sjálfstætt. Hún stofnaði eigið fyrirtæki utan um dagskrárgerðina Lóa Productions og hefur gert samkomulag við Sýn sem rekur Stöð 2 um framleiðslu á næstu þáttaröð, Hvar er best að búa? Um Íslendinga sem hafa kosið að búa á forvitnilegum stöðum víða um heim. „Þetta er mjög spennandi, ég hef starfað fyrir sama fyrirtækið í fjölda ára og þetta er því mjög mikil breyting á mínum högum. Mér finnst ég einhvern veginn loksins vera orðin fullorðin. Ég er kannski dæmigerður kvenmaður, varkár í fjármálum og fjárhagslegt óöryggi fer ekki vel í mig. En núna, eftir að hafa stjórnað og skrifað um það bil 10 sjónvarpsþáttaraðir, eftir nærri aldarfjórðung í fjölmiðlabransanum, finnst mér ég loksins vera tilbúin til að standa á eigin fótum. Ef ég væri strákur, hefði ég kannski stofnað þetta framleiðslufyrirtæki fyrir aldarfjórðungi,“ segir Lóa.Mikilvægt að vanda sig Á sunnudag verður sýndur fyrsti þáttur af fjórum af nýjum þáttum Lóu, Viltu í alvöru deyja? Í þáttunum ræðir hún við aðstandendur einstaklinga sem hafa svipt sig lífi. Lóa segir þættina eina þá erfiðustu sem hún hefur unnið. „Það var eðlilega líka erfitt að fá viðmælendur til að opna sig um eigin geðsjúkdóma í þáttaröðinni „Bara geðveik.“ Það er erfitt að fá fólk til að ræða um þessi persónulegu mál og margir sögðu nei við mig,“ segir Lóa og segist skilja það vel. Hún segir umræðuna hins vegar vera að opnast síðustu ár. „Ég tek eftir því í minni vinnu. Þó að það hafi verið erfitt að fá fólk til að opna sig þá var það auðveldara en áður. Umræðan og kúltúrinn í íslensku samfélagi hefur breyst mikið á fáeinum árum. Hún er opnari en þá er líka mikilvægt að vanda sig,“ segir Lóa. „Það sem er erfiðast er að fólk er að þvinga sig til að ræða þessa hluti í þágu annarra. Það er erfitt að vera í þeirri stöðu að þvinga fram slíkar frásagnir því þetta er það sársaukafyllsta og versta sem fólk lendir í. Og ég tala nú ekki um ef það er barnið þitt sem gerir þetta, ung manneskja með allt líf sitt fram undan. Fólki finnst að það hefði átt að sjá eitthvað, eða heyra eitthvað á viðkomandi. Fólk getur smám saman lifað með þessu en það var augljóst á þeim sem ég ræddi við að þessi sársauki fer ekki. Fólk situr uppi með hann ævilangt.“Lóa hefur stofnað fyrirtæki um þáttagerð sína, Lóa Productions, og er full tilhlökkunar yfir sjálfstæðinu.Fréttablaðið/EyþórFólk situr eftir með sársaukannFjölmiðlafólk er stundum gagnrýnt fyrir að fjalla um geðsjúkdóma og sjálfsvíg. Ertu meðvituð um að fólk er gagnrýnið á umræðuna? „Fyrir mörgum árum þegar ég starfaði á fréttastofunni þá var það nú eiginlega bara þannig að við fjölluðum ekki um sjálfsvíg. En það gengur ekki upp í dag. Umræðan er svo opin og hún er svo víða, til dæmis á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlar hafa því hlutverki að gegna í þeim efnum. Geðlæknar eru eðlilega varkárir og tortryggnir í garð fjölmiðla og það er vegna þess að það hefur verið sýnt fram á smitáhrif þegar fjallað er um sjálfsvíg,“ segir Lóa og segist hafa gætt sín í hvívetna. „Ég geri allt sem ég get til þess að efni þáttanna fari rétt ofan í fólk og ber þættina undir geðlækni áður en þeir fara í loftið. Ég las mér mikið til, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig á að fjalla um sjálfsvíg og ég fylgi þeirri línu. Ég einblíni á sársauka þeirra sem eftir lifa og upphef ekki þá látnu,“ segir Lóa og segir því miður nóg um slíka upphafningu annars staðar. „Það er ekkert smart við það að drepa sig þegar maður er ungur. Það er heill her af fólki sem situr eftir með sársaukann og sektarkenndina, það getur verið ævilangt ferli að búa við slíkan sársauka,“ segir hún. Tölfræðin breytist lítið Lóa segist einnig hafa lagt áherslu á að hafa þættina ekki dimma og drungalega. „Enda snúast þeir um lífið. Gleðina og kraftinn sem í því býr andspænis dauðanum.“ Lóa ræðir í þáttunum við foreldra, systkini, maka og börn fólks sem hefur svipt sig lífi. „Í hverjum þætti fjalla ég um mál tveggja einstaklinga sem hafa svipt sig lífi og ræði við ástvini þeirra og ræði einnig í hverjum þætti við Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni um ýmsar áleitnar spurningar sem kvikna. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Ég leita svara, hvað getum við gert til að hjálpa fólki sem kýs ekki að lifa? Tölfræðin breytist lítið þrátt fyrir öflug og betri geðlyf. Miklu fleiri strákar og karlar svipta sig lífi en stúlkur og konur. En fleiri konur gera sjálfsvígstilraunir. Það er því augljóst að það er eitthvað í karlgerðinni eða menningu okkar sem gerir það að verkum að þeir eru líklegri til að svipta sig lífi,“ segir Lóa. „En þetta er ráðgáta. Við getum ekki spurt þá sem fóru. En það sem er þó vitað er að karlar eru síður líklegir til að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Leita sér læknis eða sálfræðiaðstoðar. Þeir virðast einnig líklegri til að einangrast félagslega og vera hvatvísari,“ segir hún.Vandinn hefst í skólakerfinu Lóu er tamt að fjalla um samfélagsleg málefni á jaðrinum. Síðustu ár hefur hún hún gert vandaða þætti um ungt fólk sem á erfitt uppdráttar í skólakerfinu, Tossarnir. Og um fólk með geðsjúkdóma, Bara geðveik. Og nú fjallar hún um sjálfsvíg og leitar svara.Hverju hefur þú komist að?„Mér finnst vandinn hefjast í skólakerfinu. Ég er komin hátt á fimmtugsaldurinn og ég og fólkið í kringum mig eigum börn á þrítugsaldri sem hefur farið í gegnum skólakerfið. Ég dáist að kennurum og þeirra vinnu en það er mikilvægt að horfast í augu við það að skólakerfið virkar ekki eins og það ætti að gera. Það er hluti af velmegun okkar að geta boðið ungu fólki upp á 10 ára skyldunám og svo framhaldsnám og þaðan liggur leið margra í háskólanám. Þú ert orðin rígfullorðin manneskja þegar þú ferð að bera ábyrgð. Fyrstu átján ár skólagöngunnar erum við að mata börn. Það gengur ekki upp. Ég veit að við þurfum að minnsta kosti fjölbreyttari valkosti fyrir ungt fólk á framhaldsskólastiginu,“ segir Lóa og ítrekar að hún hafi að sjálfsögðu ekki réttu svörin við lífsgátunni. Það þekkist líka að fólk svipti sig lífi sem þyki á góðum stað í lífinu og jafnvel að elta drauma sína. Það er talið að um það bil 90% þeirra sem svipta sig lífi séu að glíma við geðræna erfiðleika og þótt við getum vonandi slegið á kvíða og þunglyndi með því að bjóða ungmennum upp á fleiri valkosti í námi, þá erum við ekki að fara að útrýma geðrænum veikindum sem geta leitt til sjálfsvígs,“ leggur Lóa áherslu á. Hættum að mata ungt fólk „En í það heila held ég að við getum fækkað sálarflækjunum ef við getum hjálpað fólki að finna tilgang. Ef að við hættum að mata ungt fólk og hjálpum því að verða sterkara, seigara og næra ástríðu sína. Ég á sjálf ungling í gagnfræðaskóla sem er bara að þrauka, ef svo má segja,“ segir Lóa og hlær. „Æi, þau eru mörg sem eru með listræna hæfileika sem eru svolítið að þreyja þorrann þangað til þau fá að gera það sem þau langar til. Ef þau finna þá til þeirrar löngunar,“ segir Lóa. „Yngri sonur minn hefur mjög gaman af því að semja tónlist. Hann var þrettán ára þegar hann sagði mér að hann ætlaði sér að fara í framhaldsskóla í útlöndum því það væri ekkert hér. Ég krossaði mig bara, að senda ungan son minn einan út í nám. En svo frétti ég af því fyrir tilviljun að það væri reyndar búið að stofna framhaldsskóla í tónlist, MÍT. Það birti yfir syni mínum og það var magnað að sjá tilganginn kvikna innra með honum. Allt í einu fannst honum rík ástæða fyrir því að sitja yfir stærðfræðinni. Það eru nefnilega inntökuskilyrði í skólann,“ segir Lóa og segist velta því reglulega fyrir sér af hverju í ósköpunum það sé ekki starfandi stór listaframhaldsskóli á Íslandi. Í dag sé listnámi dreift á marga framhaldsskóla. „Já, af hverju er ekki stór listaframhaldsskóli hér á landi. Þar sem fólk þarf ekki fyrst að klifra yfir hindranir af dönsku og stærðfræði áður en það lærir það sem það dreymir um og hefur hæfileika til. En því miður er kerfið sniðið þannig að við fleytum sem flestum í gegn á sem hagkvæmastan hátt. Það er nefnilega ódýrast að kenna bóknám,“ segir Lóa.En er það endilega ódýrast?„Einmitt, góð spurning. Því svo sannarlega er það ekki ódýrast eða hagkvæmast ef það kostar geðheilsu ungs fólks.“Lóa segist telja að vandinn hefjist í skólakerfinu.Fréttablaðið/EyþórFólk tali samanHvert var markmiðið með gerð þáttanna? „Það sem ég vonast innilega til er að þeir verði til þess að fólk geti talað saman. Og að þeir ýti við þeim fjölmörgu sem hafa sjálfsvígshugsanir eða jafnvel gert sjálfsvígstilraun, að þeir átti sig á því hversu hyldjúpan sársauka fólk skilur eftir ef það tekur þessa skelfilegu ákvörðun. Eldri sonur minn missti einn besta vin sinn úr sjálfsvígi. hann var sjálfur tvístígandi í lífinu og ég var mjög hrædd um hann á því tímabili. Á hverju kvöldi í marga mánuði fór ég inn til hans og var hrædd um hann. En ég þorði ekki að spyrja hann. Ég var svo hrædd um að það myndi rugga bátnum, koma einhverjum hugmyndum í kollinn. En núna veit ég að hann var ekkert að hugsa um þetta og ég hefði getað létt af mér mikilli sálarangist með því að spyrja krakkann beint út,“ segir hún og hristir höfuðið með bros á vör. „Ef það er eitthvað sem ég vonast eftir þá er það að foreldrar ræði við börn sín um líðan þeirra,“ segir Lóa og segir mikilvægt að hafa það í huga að það komi ekki endilega í veg fyrir sjálfsvíg. „En það borgar sig að tala. Við verðum að geta rætt þessi mál því það eru svo margir sem eru lokaðir inni með þessar hugsanir og við verðum að vita það til að geta tekist á við vandann. Hvort ástvinur okkar er kominn á þennan stað. Hvort hann sé með dagsetningu, aðferð, í huga. Því þá er það orðið alvarlegt. Þá getum við reynt að hjálpa en getum kannski ekki komið í veg fyrir allt,“ segir Lóa.Komumst yfir áföll „Oft eru þetta miklar tilfinningar, tengdar heilsu eða áföllum sem ganga samt í bylgjum. En það má komast yfir áföllin og lifa góðu og gefandi lífi. Ungt fólk verður að fá að vita það. En byrjunin er að opna sig um vandann. Við erum alltaf betur sett ef við tölum um hlutina,“ segir Lóa og segir geðheilbrigðiskerfið átta sig vel á því. „Ég finn að geðlæknar vilja að þetta sé rætt, en vilja hafa ákveðin bönd á því. Ég ber fulla virðingu fyrir því og reyni að hlýða því sem þeir segja. Eitt það allra mikilvægasta sem Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir hefur að segja er að hún hefur aldrei rætt við manneskju sem sér eftir því að hafa verið bjargað eftir sjálfsvígstilraun eða -hugsanir. Þegar manneskjan er komin út úr vanlíðaninni, þá sér enginn eftir því að velja að lifa.“
Birtist í Fréttablaðinu Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira