Stjórnmálamenn líti í eigin barm Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 19:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“ Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“
Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira