Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 19:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira