Ferrari F8 Tributo leysir af 488 GTB með stæl Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2019 22:30 Ferrari F8 Tributo. rið 2015 kynnti Ferrari 488 GTB bíls sinn sem leysti af 458 Italia bílinn. Nú er tími hans runninn sitt skeið því Ferrari mun kynna þann bíl sem leysir hann af hólmi, Ferrari F8 Tributo, á bílasýningunni í Genf sem hefst eftir viku. Ferrari F8 Tributo fær 50 viðbótar hestöfl og verður 40 kg léttari en 488 GTB bíllinn. Það þýðir 720 öskrandi hestöfl og 770 Nm tog úr 3,9 lítra V8 vélinni með tveimur forþjöppum. Það dugar þessum nýja Ferrari að taka sprettinn í 100 á 2,9 sekúndum og uppí 200 á 7,8 sekúndum, eða hálfri sekúndu fyrr en á 488 GTB. Hámarkshraði bílsins verður 340 km/klst eða 10 km hraðari en forverinn. Ferrari fullyrðir að ekkert forþjöppuhik sé í bílnum. Ferrari F8 Tributo er aðeins 1.330 kg enda smíðaður úr léttum efnum þótt sterkur sé. Ferrari segir að nýi bíllinn kljúfi vindinn 10% betur en forverinn. Nokkrar breytingar eru einnig í innanrými F8 Tributo og meðal annars fær hann nýtt stýri og 7 tommu snertiskjá í mælaborðið. Blaðamenn mun njóta þess að fá fyrstir að berja þennan bíl augum á pressudögunum tveimur sem eru á undan formlegri opnun bílasýningarinnar í Genf og hefjast blaðadagarnir 5. mars. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
rið 2015 kynnti Ferrari 488 GTB bíls sinn sem leysti af 458 Italia bílinn. Nú er tími hans runninn sitt skeið því Ferrari mun kynna þann bíl sem leysir hann af hólmi, Ferrari F8 Tributo, á bílasýningunni í Genf sem hefst eftir viku. Ferrari F8 Tributo fær 50 viðbótar hestöfl og verður 40 kg léttari en 488 GTB bíllinn. Það þýðir 720 öskrandi hestöfl og 770 Nm tog úr 3,9 lítra V8 vélinni með tveimur forþjöppum. Það dugar þessum nýja Ferrari að taka sprettinn í 100 á 2,9 sekúndum og uppí 200 á 7,8 sekúndum, eða hálfri sekúndu fyrr en á 488 GTB. Hámarkshraði bílsins verður 340 km/klst eða 10 km hraðari en forverinn. Ferrari fullyrðir að ekkert forþjöppuhik sé í bílnum. Ferrari F8 Tributo er aðeins 1.330 kg enda smíðaður úr léttum efnum þótt sterkur sé. Ferrari segir að nýi bíllinn kljúfi vindinn 10% betur en forverinn. Nokkrar breytingar eru einnig í innanrými F8 Tributo og meðal annars fær hann nýtt stýri og 7 tommu snertiskjá í mælaborðið. Blaðamenn mun njóta þess að fá fyrstir að berja þennan bíl augum á pressudögunum tveimur sem eru á undan formlegri opnun bílasýningarinnar í Genf og hefjast blaðadagarnir 5. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent