Þorvaldur ætlar að kæra hjólreiðamann eftir árekstur Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 21:21 Mynd af stíg í Reykjavík en atvikið átti sér stað úti á Seltjarnarnesi. Vísir/Getty Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið. Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið.
Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15