Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:02 Sólveig Anna segir að dómurinn verði að falla Eflingu í hag til þess að hægt sé að sýna að verkafólk sé meira en bara vinnutól. Vísir/vilhelm Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14 „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20