Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:50 30 til 40 íslensk fyrirtæki eru nú stödd á ITB, stærstu ferðaþjónustufyrirtæki í heimi í þeim tilgangi að selja ferðir til landsins. Mynd: Starfsfólk Íslandsstofu Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira