Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 11:55 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30