Óprúttnir bankar Þorsteinn Víglundsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun