Fær 3,6 milljónir frá ríkinu vegna frelsissviptingar í 103 daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 17:07 Maðurinn var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur. Dómsmál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur.
Dómsmál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira