Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Samkvæmt samkomulagi við upphaf þings eftir kosningar á stjórnarandstaðan þrjá formenn fastanefnda. Fjölmennasti flokkurinn fékk að velja fyrst í hvaða nefnd hann hefði formennsku. Miðflokkurinn vill nú taka upp samkomulagið og velja sér nefndarformannsstól. Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira