Stærsta og mikilvægasta námið mitt eigið líf Björk Eiðsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:00 Linda Pétursdóttir. Linda Pétursdóttir hefur verið með annan fótinn í Kaliforníu undanfarin þrjú ár en flutti alfarið fyrir einu og hálfu ári. Segja má að flutningurinn hafi upphaflega ekki komið til af góðu en fyrirtæki Lindu fór í þrot árið 2014 og hún ákvað að fara að ráði læknis síns og flytja í hlýrra loftslag vegna gigtar. Umskiptin reyndust þó mikið gæfuspor. Linda hefur þjáðst af slæmri liðagigt síðastliðin tuttugu ár og hafa undanfarin ár verið sérlega slæm, sem varð til þess að hún hlýddi lækni sínum sem ávísaði henni hlýrra loftslagi. „Ég var orðin það slæm að ég átti í erfiðleikum með daglegar athafnir svo sem að klæða mig og borða. Ég var upphaflega í lyfjameðferð á spítala mánaðarlega sem breyttist svo í að ég fór að sprauta mig vikulega heima. Þau lyf geta haft mjög alvarlegar aukaverkanir og auðvitað var þetta ekki lífsmáti sem ég vildi sætta mig við og því ráðlagði læknirinn minn mér að fara út í hita. Það var í raun besta og virkasta ávísunin – og svo legg ég mikla áherslu á mataræði. Hitinn hefur verið sem algjört kraftaverk fyrir mig og ég hef verið lyfjalaus frá því ég kom hingað út en bólgur og verkir koma og fara. Að vera lyfjalaus eru auðvitað aukin lífsgæði enda vil ég, eins og eflaust flestir sem lifa við sjúkdóma, gera allt til þess að þurfa ekki að vera vikulega í lyfjagjöf. Valið stóð því um lyfjagjöf eða tímabundinn flutning í heitara loftslag. Ég kaus hið síðara.“Tekið við dómaraborðið stuttu fyrir beina útsendingu á Miss World í Kína. Ísabella hefur ferðast með mér út um allan heim.Sjúkdómur Lindu kallast iktsýki, krónískur sjúkdómur sem ræðst á ónæmiskerfið og því fylgja miklar bólgur og verkir í liðamótum. „Stress og álag fer mjög illa í þennan sjúkdóm og í kjölfar þess að ég missti fyrirtækið fékk ég mjög slæmt gigtarkast.“ Linda segist smám saman hafa lært á sjúkdóminn, hún lifi heilbrigðu lífi og sé dugleg að fikra sig áfram í mataræði og þetta tvennt hjálpi til við að halda einkennum í skefjum. „Í byrjun árs ákvað ég að taka út allt hveiti og sykur og finn mikinn mun á mér við það og bólgur hafa minnkað. Ég stefni einmitt á að útbúa hveiti- og sykurlaust heilsuprógramm þar sem ég deili reynslu minni og leiðbeini þeim sem hafa áhuga á að gera slíkt hið sama í gegnum vefsíðu mína. Og ekki er verra að missa nokkur kíló í leiðinni.“Háskólanám á hraðferð Þegar Linda missti fyrirtæki sitt, Baðhúsið, sem hún hafði rekið í tvo áratugi, fyrir þremur árum stóð hún á ákveðnum krossgötum. „Ég menntaði mig í heilsuráðgjöf (e. health coaching) en langaði í eitthvað meira og jafnvel að ögra sjálfri mér og gera eitthvað alveg nýtt og framandi.“ Það gerði Linda svo sannarlega þegar hún skráði sig í nám á félags- og lögfræðisviði Háskólans við Bifröst sem er sambland heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS). „Ég hef tekið það á hraðferð, haldið námi áfram á sumrin og er því svo til að komast í mark en ég sit þessa dagana við að skrifa lokaritgerðina mína og ef allt gengur samkvæmt áætlun, sem ég geri fastlega ráð fyrir, mun ég útskrifast nú í sumar.“ Linda á fjölbreytta menntun að baki í grafískri hönnun, hugleiðslukennslu, heilsuráðgjöf og nú heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. „Svo er aldrei að vita nema eitthvað meira bætist við. Mér finnst svo margt heillandi, og á ólíkum sviðum, eflaust á ég eftir að mennta mig enn frekar og mér finnst friðar- og átakafræði, siðfræði og trúarbragðafræði allt mjög spennandi, en allt er óráðið um hvenær og þá hvað, verður fyrir valinu. Ég er stöðugt að bæta við þekkingu mína og fyrir utan námsefnið þá hlusta ég á hljóðbækur eða gríp í bók, í lágmark klukkutíma á dag, oftast tengist það persónulegri uppbyggingu (personal development), viðskiptum og fjármálum og hinum ýmsu andlegu málefnum. Ætli ég geti ekki sagt að mitt stærsta og mikilvægasta nám sé mitt eigið líf?“Að vera í námunda við hafið er andleg næring fyrir mig, segir Linda.„Ég hef alfarið alið hana upp ein“ Linda segir mæðgurnar una vel við sitt í Kaliforníu en helsti munurinn á lífinu þar og hér sé að vakna við sólskin og fuglasöng 350 daga ársins. „Svo tíni ég sítrónur og appelsínur af trjánum hjá mér og er með einkasundlaug. Það er vel hægt að venjast þessu líferni, en eins og ég nefndi þá hefur þetta mest áhrif á heilsuna mína og fyrir það er ég þakklát. Lífið hér er annars dásamlega gott, einfalt, okkur líður vel og höfum það virkilega gott. Hér er líka hægt að njóta lífsins fyrir minni pening en maður á að venjast á Íslandi. Ísabella hefur fótað sig vel og eignast vinkonur. Hún talar ensku eins og alvöru Ameríkani og leiðréttir mig annað slagið ef henni finnst framburðurinn ekki vera upp á tíu,“ segir Linda og hlær. „Hún er mikil námsmanneskja og gengur vel í skóla og finnst svo voða gott að vera heima með mér í rólegheitunum og ég þakka auðvitað fyrir að hún nenni enn að flækjast með mér, enda orðin unglingur. Hún er með ferðabakteríuna eins og ég, kann nokkur tungumál og þekkir að mig minnir fána hundrað og sextíu landa. Ég hef verið einstæð móðir alla hennar barnæsku og alið hana upp alfarið ein og því erum við einstaklega nánar og höfum gert mjög mikið saman, bara við tvær. En ég má þó ekki alltaf knúsa hana og kyssa á almannafæri lengur og ég er greinilega ekki alveg jafn kúl og ég taldi mig vera,“ segir Linda og hlær.Úr ævintýraferð til Oregon í Kanada síðastliðið sumar. Áslaug vinkona Ísabellu með í för. Þau ferðuðust um í húsbíl og hyggjast fara aftur í ár.Skipbrotið var falin blessun Lokun Baðhússins var nokkuð áberandi í fjölmiðlum á sínum tíma og sagði Linda farir sínar í samskiptum við Regin, fasteignafélag, ekki sléttar en nú þegar liðið er frá segist hún líta á þau endalok sem upphaf einhvers betra. „Veistu að þrátt fyrir erfiða reynslu, þá lít ég í dag á þetta skipbrot og viðsnúning sem varð á lífi mínu, sem falda blessun. Ég trúi því statt og stöðugt að minn æðri máttur haldi um stjórntaumana og viti betur en ég hvað er mér fyrir bestu. Og í þessu tilviki var auðsjáanlega komið að kaflaskilum og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa losnað úr þessari útgerð. Mér leið ekki vel á þeim stað sem ég var komin á með fyrirtækið og að vera undir klóm þess risa er þar stjórnaði. Ég sakna vissulega alltaf starfsfólksins míns og föstu viðskiptavinanna en þökk sé samfélagsmiðlum að hægt er að halda sambandi. Þannig að út frá þessum erfiðleikum, eins og alltaf, má draga dýrmæta reynslu. Ég hef haft tækifæri til að mennta mig og vera mikið erlendis, og það hefði ég ekki getað ef ég væri enn að reka fyrirtækið, þannig að þetta átti að gerast. Ég er reynslunni ríkari og sterkari fyrir vikið.“ „Svikahrappar stjórna ekki „Ég trúi því að hamingja mín hafi lítið að gera með kringumstæður eða þau verkefni sem sett eru fyrir mig eða þótt óheiðarlegt fólk verði á vegi mínum, því það sem skiptir máli er eigið hugarfar. Heilinn í okkur er nefnilega svo gríðarlega öflugt tæki og við getum breytt hugsun okkar, því það er hún sem framkallar líðan okkar. Ég ætla ekki að gefa einhverjum svikahröppum eða ærulausu fólki úti í bæ færi á að stjórna líðan minni, þar hef ég völdin og það er ég sem kýs hugsanir mínar og þar með þær tilfinningar sem koma upp, ef þær henta ekki þá er um að gera að breyta hugsuninni á meðvitaðan hátt. Það getur tekið tíma að tileinka sér þetta hugarfar en ég vil endilega hvetja fólk til að prufa, því þetta hefur reynst mér dýrmætt tól.“ Eitt þeirra verkefna sem Linda hefur unnið að undanfarin ár er vefsíðan lindape.is en hún segir það í raun hafa verið óumflýjanlegt að fara í einhvers konar rekstur enda renni í æðum hennar blóð frumkvöðuls og viðskiptakonu. „Mér finnst vefviðskipti mjög spennandi enda fylgja þeim ótal tækifæri. Þetta er bara lítið hliðarverkefni sem ég hef sinnt, með fram skólanum, en nú þegar námið er að klárast, hyggst ég setja meiri tíma í vefverslunina mína. Mér finnst alltaf gefandi að leiðbeina fólki um heilsu, útlit og vellíðan og minn helsti markhópur er og verður konur, alls staðar í heiminum. Ég hef selt við vægast sagt góðar móttökur fallega kimono-kjóla og kaftana-toppa og hef annað slagið boðið upp á heilsuprógrömm, en hægt er að fá rafbók á síðunni minni, sem er sjö daga áætlun að vellíðan, og í henni eru meðal annars heilsusamlegar uppskriftir. Nú um helgina er ég svo að setja af stað nýja og spennandi vöru, undir vörumerkinu „Luxe By Linda“ en það eru vörur úr silki, gjafapakkning sem inniheldur koddaver, augngrímu og hárband, allt úr silki. En Linda segir það að sofa á Luxe-silkinu vera eitt helsta fegrunarleyndarmál hennar. „Það fer betur með bæði húð og hár að sofa á silkinu heldur en annars konar efnum eins og bómull enda skilur silkið ekki eftir krumpur í húð né ýfir hárið. Þetta var þekkt aðferð meðal kvikmyndastjarna í Hollywood hér áður fyrr og ég hef tileinkað mér þetta sjálf, enda algjör lúxus.“Mesta ljúfmenni sem ég þekki Á dögunum birtu fjölmiðlar fréttir af því að Linda hefði fundið ástina ytra. Hið sanna er þó að í raun fann Linda hana fyrir um þremur árum en hélt sambandinu fyrir sig og sína. Hinn lukkulegi er kanadískur og heitir Jamie. „Ég hef haldið sambandinu prívat í að verða þrjú ár, því mér finnst gott að halda einkalífinu fyrir mig. Mér tókst vel að halda því leyndu allan þennan tíma,“ segir Linda hróðug en Jamie bjó með Lindu hér á landi í ár áður en þau fluttu öll til Kaliforníu. „En ég læði stundum inn myndum á Instagrammið mitt sem ég birti ekki annars staðar. Og þaðan fór fréttin lengra og þannig er það nú bara. Skiptir engu máli.“ Linda segir að sér líði vel í nýja sambandinu. „Mér finnst virkilega gott að hafa einhvern til að deila gleði, sorgum og daglegu lífi með, og óhætt að segja að ég hafi ekki kynnst því áður á þennan hátt. Lífið með honum er nokkuð áreynslulaust og við erum bestu vinir,“ segir Linda en viðurkennir þó að það hafi tekið tíma að púsla lífum þeirra saman. „Lífshlaup okkar hefur verið ansi ólíkt en leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég bjó í Vancouver fyrir um fimmtán árum.“Jamie er frændi fyrrverandi nágrannakonu Lindu sem kynnti þau. Allt frá því vissu þau hvort af öðru en voru í lágmarkssamskiptum. „Við náðum svo saman aftur þegar ég leitaði til hans eftir aðstoð en Stjarna, tíkin mín, var í pössun í Kanada á meðan beðið var eftir að koma henni heim í einangrun, hann fór og bjargaði henni fyrir mig en það er töluvert lengri saga.“ Linda segir samskiptin hafa aukist í framhaldi og smám saman hafi hún fallið fyrir honum. „En segja má að það hafi verið Stjarna sem kom okkur saman.“ Linda lýsir Jamie sem miklum útivistarmanni og umhverfissinna. „Hann vinnur fyrir Landhelgisgæslu Kanada og elskar sjóinn, hefur stundað bæði siglingar og róður. Ég get lofað því að ég féll ekki fyrir því að hann væri flottur í tauinu en sem betur fer get ég sagt að það fari nú eilítið batnandi,“ segir Linda og hlær. „En hann er eitt mesta ljúfmenni sem ég þekki, stór og karlmannlegur, listakokkur og hugsar vel um mig, Ísabellu og hundana okkar. Ég er algjörlega afslöppuð og ég sjálf með honum, við hlæjum mikið saman og það er oftast gaman hjá okkur. Nú, svo finnst vinkonum mínum hann yndislegur þannig að það hefur líka sitt að segja!“ Nú er stefnan tekin á að flytja til Vancouver, þar sem Linda bjó fyrir fimmtán árum, eftirvæntingin er mikil enda segir hún borgina vera besta stað sem hún hafi búið á.Dýravelferð hjartans mál Það er því stórt ár fram undan hjá Lindu sem nú vinnur að lokaritgerð sinni sem fjallar um dýravelferð í nútíma verksmiðjubúskap enda dýrin hennar hjartans mál. „Við lifum við þunga siðferðilega byrði um meðvitað ósamræmi sem fylgir því að þykja vænt um dýr en á sama tíma vera þátttakendur í því kvalræði sem þau eru beitt, en ég kem inn á áhrif af þessari framleiðslu á siðfræði, heilsu, hagfræði og síðast en ekki síst á vistfræðina.“ Linda rifjar upp orð breska rithöfundarins og dýraverndunarsinnans Ruth Harrison, sem skrifaði bókina Animal Machines á sjöunda áratugnum. „Orð hennar eiga vel við enn þann dag í dag: „Hversu langt ætlum við mannfólkið að ganga með drottnun okkar yfir dýraríkinu – með því að niðurlægja dýrin, erum við þá ekki í raun og veru, að niðurlægja okkur sjálf?“”Linda, Ísabella og Jamie úti að borða á veitingastað í Palm Springs.Linda vinnur eins og fyrr segir jafnframt að því að hanna nýjungar fyrir vefverslun sína en það er fleira fram undan, einkadóttirin fermist í sumar á svipuðum tíma og áætluð útskrift verður. „Nýverið gerði ég svo samning við Forlagið um að skrifa bók um heilsu og lífsstíl sem ég byrja á þegar ég lýk við lokaritgerðina. Svo er kærastinn búinn að bjóða mér á tónleika í kastala í Vín, að sjá uppáhaldstónlistarmanninn minn, engan annan en Rod Stewart, og mikið hlakka ég til.“ Linda verður fimmtug í lok árs og segist sátt, hún sé að gera allt sem hana langi til að gera og njóta lífins eins og kostur er. Mæðgurnar eiga enn sitt annað heimili hér á landi og segir Linda Ísland alltaf verða jarðtengingu þeirra. „Ísabella er mikill Íslendingur í sér og það togar alltaf í hana að koma aftur heim. Þrátt fyrir að hafa verið mikið erlendis er ég alltaf með annan fótinn heima, en við höfum aðsetur á Álftanesi, í Palm Springs og Vancouver; sjór, eyðimörk og skógur. Ég fæ þar af leiðandi það besta frá öllum þessum stöðum og lifi góðu lífi, lífi sem ég hef hannað utan um vonir mínar og þrár- og þann lífsstíl sem ég hef kosið að lifa.“ Linda bendir á að fyrir nokkrum árum hafi hún skrifað það hjá sér sem markmið að geta búið á öllum þessum stöðum. „Þetta virkar þannig að ef við trúum á drauma okkar og fylgjum þeim eftir, þá rætast þeir oftar en ekki. Það hefur verið mín reynsla,“ segir Linda að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Linda Pétursdóttir hefur verið með annan fótinn í Kaliforníu undanfarin þrjú ár en flutti alfarið fyrir einu og hálfu ári. Segja má að flutningurinn hafi upphaflega ekki komið til af góðu en fyrirtæki Lindu fór í þrot árið 2014 og hún ákvað að fara að ráði læknis síns og flytja í hlýrra loftslag vegna gigtar. Umskiptin reyndust þó mikið gæfuspor. Linda hefur þjáðst af slæmri liðagigt síðastliðin tuttugu ár og hafa undanfarin ár verið sérlega slæm, sem varð til þess að hún hlýddi lækni sínum sem ávísaði henni hlýrra loftslagi. „Ég var orðin það slæm að ég átti í erfiðleikum með daglegar athafnir svo sem að klæða mig og borða. Ég var upphaflega í lyfjameðferð á spítala mánaðarlega sem breyttist svo í að ég fór að sprauta mig vikulega heima. Þau lyf geta haft mjög alvarlegar aukaverkanir og auðvitað var þetta ekki lífsmáti sem ég vildi sætta mig við og því ráðlagði læknirinn minn mér að fara út í hita. Það var í raun besta og virkasta ávísunin – og svo legg ég mikla áherslu á mataræði. Hitinn hefur verið sem algjört kraftaverk fyrir mig og ég hef verið lyfjalaus frá því ég kom hingað út en bólgur og verkir koma og fara. Að vera lyfjalaus eru auðvitað aukin lífsgæði enda vil ég, eins og eflaust flestir sem lifa við sjúkdóma, gera allt til þess að þurfa ekki að vera vikulega í lyfjagjöf. Valið stóð því um lyfjagjöf eða tímabundinn flutning í heitara loftslag. Ég kaus hið síðara.“Tekið við dómaraborðið stuttu fyrir beina útsendingu á Miss World í Kína. Ísabella hefur ferðast með mér út um allan heim.Sjúkdómur Lindu kallast iktsýki, krónískur sjúkdómur sem ræðst á ónæmiskerfið og því fylgja miklar bólgur og verkir í liðamótum. „Stress og álag fer mjög illa í þennan sjúkdóm og í kjölfar þess að ég missti fyrirtækið fékk ég mjög slæmt gigtarkast.“ Linda segist smám saman hafa lært á sjúkdóminn, hún lifi heilbrigðu lífi og sé dugleg að fikra sig áfram í mataræði og þetta tvennt hjálpi til við að halda einkennum í skefjum. „Í byrjun árs ákvað ég að taka út allt hveiti og sykur og finn mikinn mun á mér við það og bólgur hafa minnkað. Ég stefni einmitt á að útbúa hveiti- og sykurlaust heilsuprógramm þar sem ég deili reynslu minni og leiðbeini þeim sem hafa áhuga á að gera slíkt hið sama í gegnum vefsíðu mína. Og ekki er verra að missa nokkur kíló í leiðinni.“Háskólanám á hraðferð Þegar Linda missti fyrirtæki sitt, Baðhúsið, sem hún hafði rekið í tvo áratugi, fyrir þremur árum stóð hún á ákveðnum krossgötum. „Ég menntaði mig í heilsuráðgjöf (e. health coaching) en langaði í eitthvað meira og jafnvel að ögra sjálfri mér og gera eitthvað alveg nýtt og framandi.“ Það gerði Linda svo sannarlega þegar hún skráði sig í nám á félags- og lögfræðisviði Háskólans við Bifröst sem er sambland heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS). „Ég hef tekið það á hraðferð, haldið námi áfram á sumrin og er því svo til að komast í mark en ég sit þessa dagana við að skrifa lokaritgerðina mína og ef allt gengur samkvæmt áætlun, sem ég geri fastlega ráð fyrir, mun ég útskrifast nú í sumar.“ Linda á fjölbreytta menntun að baki í grafískri hönnun, hugleiðslukennslu, heilsuráðgjöf og nú heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. „Svo er aldrei að vita nema eitthvað meira bætist við. Mér finnst svo margt heillandi, og á ólíkum sviðum, eflaust á ég eftir að mennta mig enn frekar og mér finnst friðar- og átakafræði, siðfræði og trúarbragðafræði allt mjög spennandi, en allt er óráðið um hvenær og þá hvað, verður fyrir valinu. Ég er stöðugt að bæta við þekkingu mína og fyrir utan námsefnið þá hlusta ég á hljóðbækur eða gríp í bók, í lágmark klukkutíma á dag, oftast tengist það persónulegri uppbyggingu (personal development), viðskiptum og fjármálum og hinum ýmsu andlegu málefnum. Ætli ég geti ekki sagt að mitt stærsta og mikilvægasta nám sé mitt eigið líf?“Að vera í námunda við hafið er andleg næring fyrir mig, segir Linda.„Ég hef alfarið alið hana upp ein“ Linda segir mæðgurnar una vel við sitt í Kaliforníu en helsti munurinn á lífinu þar og hér sé að vakna við sólskin og fuglasöng 350 daga ársins. „Svo tíni ég sítrónur og appelsínur af trjánum hjá mér og er með einkasundlaug. Það er vel hægt að venjast þessu líferni, en eins og ég nefndi þá hefur þetta mest áhrif á heilsuna mína og fyrir það er ég þakklát. Lífið hér er annars dásamlega gott, einfalt, okkur líður vel og höfum það virkilega gott. Hér er líka hægt að njóta lífsins fyrir minni pening en maður á að venjast á Íslandi. Ísabella hefur fótað sig vel og eignast vinkonur. Hún talar ensku eins og alvöru Ameríkani og leiðréttir mig annað slagið ef henni finnst framburðurinn ekki vera upp á tíu,“ segir Linda og hlær. „Hún er mikil námsmanneskja og gengur vel í skóla og finnst svo voða gott að vera heima með mér í rólegheitunum og ég þakka auðvitað fyrir að hún nenni enn að flækjast með mér, enda orðin unglingur. Hún er með ferðabakteríuna eins og ég, kann nokkur tungumál og þekkir að mig minnir fána hundrað og sextíu landa. Ég hef verið einstæð móðir alla hennar barnæsku og alið hana upp alfarið ein og því erum við einstaklega nánar og höfum gert mjög mikið saman, bara við tvær. En ég má þó ekki alltaf knúsa hana og kyssa á almannafæri lengur og ég er greinilega ekki alveg jafn kúl og ég taldi mig vera,“ segir Linda og hlær.Úr ævintýraferð til Oregon í Kanada síðastliðið sumar. Áslaug vinkona Ísabellu með í för. Þau ferðuðust um í húsbíl og hyggjast fara aftur í ár.Skipbrotið var falin blessun Lokun Baðhússins var nokkuð áberandi í fjölmiðlum á sínum tíma og sagði Linda farir sínar í samskiptum við Regin, fasteignafélag, ekki sléttar en nú þegar liðið er frá segist hún líta á þau endalok sem upphaf einhvers betra. „Veistu að þrátt fyrir erfiða reynslu, þá lít ég í dag á þetta skipbrot og viðsnúning sem varð á lífi mínu, sem falda blessun. Ég trúi því statt og stöðugt að minn æðri máttur haldi um stjórntaumana og viti betur en ég hvað er mér fyrir bestu. Og í þessu tilviki var auðsjáanlega komið að kaflaskilum og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa losnað úr þessari útgerð. Mér leið ekki vel á þeim stað sem ég var komin á með fyrirtækið og að vera undir klóm þess risa er þar stjórnaði. Ég sakna vissulega alltaf starfsfólksins míns og föstu viðskiptavinanna en þökk sé samfélagsmiðlum að hægt er að halda sambandi. Þannig að út frá þessum erfiðleikum, eins og alltaf, má draga dýrmæta reynslu. Ég hef haft tækifæri til að mennta mig og vera mikið erlendis, og það hefði ég ekki getað ef ég væri enn að reka fyrirtækið, þannig að þetta átti að gerast. Ég er reynslunni ríkari og sterkari fyrir vikið.“ „Svikahrappar stjórna ekki „Ég trúi því að hamingja mín hafi lítið að gera með kringumstæður eða þau verkefni sem sett eru fyrir mig eða þótt óheiðarlegt fólk verði á vegi mínum, því það sem skiptir máli er eigið hugarfar. Heilinn í okkur er nefnilega svo gríðarlega öflugt tæki og við getum breytt hugsun okkar, því það er hún sem framkallar líðan okkar. Ég ætla ekki að gefa einhverjum svikahröppum eða ærulausu fólki úti í bæ færi á að stjórna líðan minni, þar hef ég völdin og það er ég sem kýs hugsanir mínar og þar með þær tilfinningar sem koma upp, ef þær henta ekki þá er um að gera að breyta hugsuninni á meðvitaðan hátt. Það getur tekið tíma að tileinka sér þetta hugarfar en ég vil endilega hvetja fólk til að prufa, því þetta hefur reynst mér dýrmætt tól.“ Eitt þeirra verkefna sem Linda hefur unnið að undanfarin ár er vefsíðan lindape.is en hún segir það í raun hafa verið óumflýjanlegt að fara í einhvers konar rekstur enda renni í æðum hennar blóð frumkvöðuls og viðskiptakonu. „Mér finnst vefviðskipti mjög spennandi enda fylgja þeim ótal tækifæri. Þetta er bara lítið hliðarverkefni sem ég hef sinnt, með fram skólanum, en nú þegar námið er að klárast, hyggst ég setja meiri tíma í vefverslunina mína. Mér finnst alltaf gefandi að leiðbeina fólki um heilsu, útlit og vellíðan og minn helsti markhópur er og verður konur, alls staðar í heiminum. Ég hef selt við vægast sagt góðar móttökur fallega kimono-kjóla og kaftana-toppa og hef annað slagið boðið upp á heilsuprógrömm, en hægt er að fá rafbók á síðunni minni, sem er sjö daga áætlun að vellíðan, og í henni eru meðal annars heilsusamlegar uppskriftir. Nú um helgina er ég svo að setja af stað nýja og spennandi vöru, undir vörumerkinu „Luxe By Linda“ en það eru vörur úr silki, gjafapakkning sem inniheldur koddaver, augngrímu og hárband, allt úr silki. En Linda segir það að sofa á Luxe-silkinu vera eitt helsta fegrunarleyndarmál hennar. „Það fer betur með bæði húð og hár að sofa á silkinu heldur en annars konar efnum eins og bómull enda skilur silkið ekki eftir krumpur í húð né ýfir hárið. Þetta var þekkt aðferð meðal kvikmyndastjarna í Hollywood hér áður fyrr og ég hef tileinkað mér þetta sjálf, enda algjör lúxus.“Mesta ljúfmenni sem ég þekki Á dögunum birtu fjölmiðlar fréttir af því að Linda hefði fundið ástina ytra. Hið sanna er þó að í raun fann Linda hana fyrir um þremur árum en hélt sambandinu fyrir sig og sína. Hinn lukkulegi er kanadískur og heitir Jamie. „Ég hef haldið sambandinu prívat í að verða þrjú ár, því mér finnst gott að halda einkalífinu fyrir mig. Mér tókst vel að halda því leyndu allan þennan tíma,“ segir Linda hróðug en Jamie bjó með Lindu hér á landi í ár áður en þau fluttu öll til Kaliforníu. „En ég læði stundum inn myndum á Instagrammið mitt sem ég birti ekki annars staðar. Og þaðan fór fréttin lengra og þannig er það nú bara. Skiptir engu máli.“ Linda segir að sér líði vel í nýja sambandinu. „Mér finnst virkilega gott að hafa einhvern til að deila gleði, sorgum og daglegu lífi með, og óhætt að segja að ég hafi ekki kynnst því áður á þennan hátt. Lífið með honum er nokkuð áreynslulaust og við erum bestu vinir,“ segir Linda en viðurkennir þó að það hafi tekið tíma að púsla lífum þeirra saman. „Lífshlaup okkar hefur verið ansi ólíkt en leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég bjó í Vancouver fyrir um fimmtán árum.“Jamie er frændi fyrrverandi nágrannakonu Lindu sem kynnti þau. Allt frá því vissu þau hvort af öðru en voru í lágmarkssamskiptum. „Við náðum svo saman aftur þegar ég leitaði til hans eftir aðstoð en Stjarna, tíkin mín, var í pössun í Kanada á meðan beðið var eftir að koma henni heim í einangrun, hann fór og bjargaði henni fyrir mig en það er töluvert lengri saga.“ Linda segir samskiptin hafa aukist í framhaldi og smám saman hafi hún fallið fyrir honum. „En segja má að það hafi verið Stjarna sem kom okkur saman.“ Linda lýsir Jamie sem miklum útivistarmanni og umhverfissinna. „Hann vinnur fyrir Landhelgisgæslu Kanada og elskar sjóinn, hefur stundað bæði siglingar og róður. Ég get lofað því að ég féll ekki fyrir því að hann væri flottur í tauinu en sem betur fer get ég sagt að það fari nú eilítið batnandi,“ segir Linda og hlær. „En hann er eitt mesta ljúfmenni sem ég þekki, stór og karlmannlegur, listakokkur og hugsar vel um mig, Ísabellu og hundana okkar. Ég er algjörlega afslöppuð og ég sjálf með honum, við hlæjum mikið saman og það er oftast gaman hjá okkur. Nú, svo finnst vinkonum mínum hann yndislegur þannig að það hefur líka sitt að segja!“ Nú er stefnan tekin á að flytja til Vancouver, þar sem Linda bjó fyrir fimmtán árum, eftirvæntingin er mikil enda segir hún borgina vera besta stað sem hún hafi búið á.Dýravelferð hjartans mál Það er því stórt ár fram undan hjá Lindu sem nú vinnur að lokaritgerð sinni sem fjallar um dýravelferð í nútíma verksmiðjubúskap enda dýrin hennar hjartans mál. „Við lifum við þunga siðferðilega byrði um meðvitað ósamræmi sem fylgir því að þykja vænt um dýr en á sama tíma vera þátttakendur í því kvalræði sem þau eru beitt, en ég kem inn á áhrif af þessari framleiðslu á siðfræði, heilsu, hagfræði og síðast en ekki síst á vistfræðina.“ Linda rifjar upp orð breska rithöfundarins og dýraverndunarsinnans Ruth Harrison, sem skrifaði bókina Animal Machines á sjöunda áratugnum. „Orð hennar eiga vel við enn þann dag í dag: „Hversu langt ætlum við mannfólkið að ganga með drottnun okkar yfir dýraríkinu – með því að niðurlægja dýrin, erum við þá ekki í raun og veru, að niðurlægja okkur sjálf?“”Linda, Ísabella og Jamie úti að borða á veitingastað í Palm Springs.Linda vinnur eins og fyrr segir jafnframt að því að hanna nýjungar fyrir vefverslun sína en það er fleira fram undan, einkadóttirin fermist í sumar á svipuðum tíma og áætluð útskrift verður. „Nýverið gerði ég svo samning við Forlagið um að skrifa bók um heilsu og lífsstíl sem ég byrja á þegar ég lýk við lokaritgerðina. Svo er kærastinn búinn að bjóða mér á tónleika í kastala í Vín, að sjá uppáhaldstónlistarmanninn minn, engan annan en Rod Stewart, og mikið hlakka ég til.“ Linda verður fimmtug í lok árs og segist sátt, hún sé að gera allt sem hana langi til að gera og njóta lífins eins og kostur er. Mæðgurnar eiga enn sitt annað heimili hér á landi og segir Linda Ísland alltaf verða jarðtengingu þeirra. „Ísabella er mikill Íslendingur í sér og það togar alltaf í hana að koma aftur heim. Þrátt fyrir að hafa verið mikið erlendis er ég alltaf með annan fótinn heima, en við höfum aðsetur á Álftanesi, í Palm Springs og Vancouver; sjór, eyðimörk og skógur. Ég fæ þar af leiðandi það besta frá öllum þessum stöðum og lifi góðu lífi, lífi sem ég hef hannað utan um vonir mínar og þrár- og þann lífsstíl sem ég hef kosið að lifa.“ Linda bendir á að fyrir nokkrum árum hafi hún skrifað það hjá sér sem markmið að geta búið á öllum þessum stöðum. „Þetta virkar þannig að ef við trúum á drauma okkar og fylgjum þeim eftir, þá rætast þeir oftar en ekki. Það hefur verið mín reynsla,“ segir Linda að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira