Birta sögur fólks sem búið hefur við fátækt: „Þú ert algerlega einn og öllum er sama“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 19:36 Frá mótmælum Gulu vestanna á Austurvelli í dag. Stöð 2 Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira