Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Ari Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 06:30 Jón Þröstur var á Bonnington-hótelinu, gekk í norðurátt fram hjá Highfield-hjúkrunarheimilinu þar sem hann sást á eftirlitsmyndavél. Ekkert hefur sést til hans síðan. Rannsóknarlögreglumaður sagði leitarmenn, hunda og þyrlu hafa farið yfir "grænu svæðin“ við hótelið og Highfield. „Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00