Anderson Silva og Israel Adesanya með skemmtileg tilþrif í vinalegum bardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 06:41 Adesanya og Anderson hneigðu sig fyrir hvor öðrum eftir bardagann. Vísir/Getty UFC 234 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Anderson Silva og Israel Adesanya mættust í aðalbardaga kvöldsins. Báðir sýndu skemmtileg tilþrif og ríkti nokkur ánægja með bardagann. Upphaflega áttu þeir Robert Whittaker og Kelvin Gastelum að berjast í aðalbardaga kvöldsins um millivigtartitil UFC. Nokkrum klukkutímum fyrir bardagann var Whittaker hins vegar sendur á sjúkrahús með kviðslit og fór umsvifalaust í aðgerð. Bardaginn var því blásinn af og var bardagi Israel Adesanya og Anderson Silva gerður að aðalbardaga kvöldsins. Þar mætti goðsögnin Anderson Silva vonarstjörninni Israel Adesanya. Báðir sýndu skemmtilega takta og var um tíma líkt og þetta væri kung-fu mynd en ekki alvöru bardagi. Adesanya vankaði Anderson í 1. lotu en annars stóð hinn 43 ára gamli Anderson flest allt af sér. Sigurinn var aldrei í vafa en Anderson átti sín augnablik. Hann beygði sig undir háspörk Adesanya nokkrum sinnum og sýndi að hann ætti enn smá eftir á tankinum. Þetta var sennilega það besta sem gat komið úr þessum skemmtilega bardaga þar sem Adesanya náði sigrinum en Anderson var ekki sleginn í rot. Þeir Adesanya og Anderson föðmuðust umsvifalaust eftir bardagann og báru greinilega mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. 9. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
UFC 234 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Anderson Silva og Israel Adesanya mættust í aðalbardaga kvöldsins. Báðir sýndu skemmtileg tilþrif og ríkti nokkur ánægja með bardagann. Upphaflega áttu þeir Robert Whittaker og Kelvin Gastelum að berjast í aðalbardaga kvöldsins um millivigtartitil UFC. Nokkrum klukkutímum fyrir bardagann var Whittaker hins vegar sendur á sjúkrahús með kviðslit og fór umsvifalaust í aðgerð. Bardaginn var því blásinn af og var bardagi Israel Adesanya og Anderson Silva gerður að aðalbardaga kvöldsins. Þar mætti goðsögnin Anderson Silva vonarstjörninni Israel Adesanya. Báðir sýndu skemmtilega takta og var um tíma líkt og þetta væri kung-fu mynd en ekki alvöru bardagi. Adesanya vankaði Anderson í 1. lotu en annars stóð hinn 43 ára gamli Anderson flest allt af sér. Sigurinn var aldrei í vafa en Anderson átti sín augnablik. Hann beygði sig undir háspörk Adesanya nokkrum sinnum og sýndi að hann ætti enn smá eftir á tankinum. Þetta var sennilega það besta sem gat komið úr þessum skemmtilega bardaga þar sem Adesanya náði sigrinum en Anderson var ekki sleginn í rot. Þeir Adesanya og Anderson föðmuðust umsvifalaust eftir bardagann og báru greinilega mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. 9. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. 9. febrúar 2019 13:00