Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 13:03 Mynd/Landhelgisgæslan Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15