Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 15:08 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar gagnrýnir launahækkun bankastjóra Landbankans harðlega. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47