Segir MeToo umræðuna framarlega á Íslandi samanborið við Norðurlöndin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. febrúar 2019 21:00 „Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni. MeToo Svíþjóð Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni.
MeToo Svíþjóð Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent