„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 12:30 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“ Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira