Samtal um snjallsíma Valgerður Sigurðarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun