Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 18:45 Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán. Neytendur Smálán Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán.
Neytendur Smálán Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira