Óðinn ráðinn verkefnastjóri Bílgreinasambandsins Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 14:04 Óðinn Valdimarsson. Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar. Vistaskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar.
Vistaskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira