Þýskalandskanslari hættir á Facebook Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 22:28 Merkel ætlar að segja skilið við Fésbókina. Sascha Schuermann/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag í myndbandi á Facebook-síðu sinni að hún hygðist segja skilið við miðilinn. Merkel hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands í næstu kosningum og hefur þegar látið af störfum sem formaður flokks síns, Kristilegra demókrata. „Í dag vil ég þakka ykkur fyrir stuðning ykkar við Facebook-síðu mína,“ segir Merkel meðal annars í myndbandinu. „Þið vitið að ég er ekki lengur formaður Kristilegra demókrata og þess vegna mun ég loka Facebook-síðunni minni.“ Síðasta færsla Merkel á Facebook var myndband af ræðu hennar á landsfundi Kristilegra demókrata í desember, þar sem hún lét formlega af störfum sem formaður flokksins. Virkni hennar á miðlinum hefur því verið lítil sem engin upp á síðkastið. Aðdáendur kanslarans þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Merkel hverfi alfarið af sviði samfélagsmiðla, en í myndbandinu hvatti hún fólk til þess að fylgjast áfram með störfum hennar á opinberri Facebook-síðu þýsku ríkisstjórnarinnar. Merkel hyggst einnig halda áfram að sinna samfélagsmiðlum í gegnum Instagram-síðu sína. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að íslenski þrifsnapparinn Sólrún Diego væri hætt á samskiptamiðlinum Snapchat en hygðist halda sig áfram á Instagram, eða „Gramminu,“ eins og það er oft þekkt í daglegu tali hér á landi. Það er því ljóst að Instagram virðist vera miðillinn sem stórstjörnurnar halda hvað mestri tryggð við. Facebook Samfélagsmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag í myndbandi á Facebook-síðu sinni að hún hygðist segja skilið við miðilinn. Merkel hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands í næstu kosningum og hefur þegar látið af störfum sem formaður flokks síns, Kristilegra demókrata. „Í dag vil ég þakka ykkur fyrir stuðning ykkar við Facebook-síðu mína,“ segir Merkel meðal annars í myndbandinu. „Þið vitið að ég er ekki lengur formaður Kristilegra demókrata og þess vegna mun ég loka Facebook-síðunni minni.“ Síðasta færsla Merkel á Facebook var myndband af ræðu hennar á landsfundi Kristilegra demókrata í desember, þar sem hún lét formlega af störfum sem formaður flokksins. Virkni hennar á miðlinum hefur því verið lítil sem engin upp á síðkastið. Aðdáendur kanslarans þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Merkel hverfi alfarið af sviði samfélagsmiðla, en í myndbandinu hvatti hún fólk til þess að fylgjast áfram með störfum hennar á opinberri Facebook-síðu þýsku ríkisstjórnarinnar. Merkel hyggst einnig halda áfram að sinna samfélagsmiðlum í gegnum Instagram-síðu sína. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að íslenski þrifsnapparinn Sólrún Diego væri hætt á samskiptamiðlinum Snapchat en hygðist halda sig áfram á Instagram, eða „Gramminu,“ eins og það er oft þekkt í daglegu tali hér á landi. Það er því ljóst að Instagram virðist vera miðillinn sem stórstjörnurnar halda hvað mestri tryggð við.
Facebook Samfélagsmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30