Audi kynnir nýjan rafmagnsjeppling Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2019 10:00 Audi hefur nú þegar sent frá sér þessa mynd af tilvonadi rafmagnsjepplingi. Rafmagnsvæðingin virðist á fullri ferð í herbúðum Audi en til stendur að kynna þriðju bílgerð Audi sem eingöngu er drifin áfram af rafmagni á bílasýningunni í Genf í mars komandi. Þar ætlar Audi að sýna svo til fullgerða útgáfu af þessum bíl sem vart er hægt að kalla annað en jeppling og ætti hann lítið að breytast í útliti er kemur að fjöldaframleiðslu hans. Þessi nýi rafmagnsjepplingur er á stærð við BMW Q3. Þessi stærð bendir til þess að Audi muni stefna bílnum gegn tilvonandi Tesla Model Y bíl og rafmagnsútgáfu af komandi Volvo XC40, sem og fremur smáum rafmagnsjepplingi sem heyrst hefur að Mercedes Benz sé að setja á markað og muni sýna almenningi í ár. Þessi nýi bíll Audi mun sitja á MEB undirvagni sem ættaður er frá Volkswagen Group og ætlaður fyrir rafmagnsbíla. Audi segir að innanrými þessa nýja bíls verð ekki minna en í Audi Q5 bílnum.Takkalaus naumhyggjuinnrétting Að innan verður bíllinn með naumhyggjuútliti en fyrir vikið framúrstefnulegur þar sem ekki ber mikið á tökkum, en því meira á skjáum. Líklega verður bíllinn í boði með þremur stærðum af rafhlöðum og geta kaupendur því valið um drægi, en þurfa að sjálfsögðu að borga meira eftir því sem drægið er meira. Þeir sem kunnugir er rafhlöðukostum Volkswagen Group telja að drægi þessa bíls geti orðið frá 330 til 500 kílómetra og rafhlöðurnar allt að 80 kWh. Búast má við því að bíllinn komi á markað árið 2020. Audi hefur tilkynnt að til standi að kynna 12 mismunandi gerðir rafmagnsbíla til ársins 2025, en með þessum verða þeir orðnir þrír. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Rafmagnsvæðingin virðist á fullri ferð í herbúðum Audi en til stendur að kynna þriðju bílgerð Audi sem eingöngu er drifin áfram af rafmagni á bílasýningunni í Genf í mars komandi. Þar ætlar Audi að sýna svo til fullgerða útgáfu af þessum bíl sem vart er hægt að kalla annað en jeppling og ætti hann lítið að breytast í útliti er kemur að fjöldaframleiðslu hans. Þessi nýi rafmagnsjepplingur er á stærð við BMW Q3. Þessi stærð bendir til þess að Audi muni stefna bílnum gegn tilvonandi Tesla Model Y bíl og rafmagnsútgáfu af komandi Volvo XC40, sem og fremur smáum rafmagnsjepplingi sem heyrst hefur að Mercedes Benz sé að setja á markað og muni sýna almenningi í ár. Þessi nýi bíll Audi mun sitja á MEB undirvagni sem ættaður er frá Volkswagen Group og ætlaður fyrir rafmagnsbíla. Audi segir að innanrými þessa nýja bíls verð ekki minna en í Audi Q5 bílnum.Takkalaus naumhyggjuinnrétting Að innan verður bíllinn með naumhyggjuútliti en fyrir vikið framúrstefnulegur þar sem ekki ber mikið á tökkum, en því meira á skjáum. Líklega verður bíllinn í boði með þremur stærðum af rafhlöðum og geta kaupendur því valið um drægi, en þurfa að sjálfsögðu að borga meira eftir því sem drægið er meira. Þeir sem kunnugir er rafhlöðukostum Volkswagen Group telja að drægi þessa bíls geti orðið frá 330 til 500 kílómetra og rafhlöðurnar allt að 80 kWh. Búast má við því að bíllinn komi á markað árið 2020. Audi hefur tilkynnt að til standi að kynna 12 mismunandi gerðir rafmagnsbíla til ársins 2025, en með þessum verða þeir orðnir þrír.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent