Búist við að óveðrið nái hámarki í borginni á ellefta tímanum í kvöld Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 20:11 Á höfuðborgarsvæðinu hefur austan stormur gengið yfir í kvöld með mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, allt að 35 til 40 metrar á sekúndu. Vísir/Egill Búist er við að óveðrið á Suðurlandi nái hámarki á níunda tímanum í kvöld. Veðrið á suðvesturhluta landsins mun ná hámarki á ellefta tímanum í kvöld og gengur niður um miðnætti. Austan stormur eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður verið á Suðurlandi í kvöld en um kvöldmatarleytið mældist mesta hviða á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 53 metrar á sekúndu. Í Vestmannaeyjum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna foktjóns síðdegis í dag. Á höfuðborgarsvæðinu hefur austan stormur gengið yfir í kvöld með mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, allt að 35 til 40 metrar á sekúndu. Búist er við að það muni lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum eftir miðnætti sem og á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin hefur gripið til lokana vegna óveðursins sem eru eftirfarandi: Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Möguleg hjáleið: Suðurstrandavegur um Grindavík. Hvolsvöllur – Vík: Búið er að loka milli Hvolsvallar og Víkur. - Líkleg opnun: Klukkan 01:00 e. miðnætti. Öræfin: Gígjukvísl – Jökulsárlón. Búið er að loka. – Líkleg opnun: kl. 06.00 í fyrramálið (6. feb.) Kjalarnes: Óvissustig frá um kl. 18:00 í dag. Líkleg opnun kl. 01:00 e. miðnætti. Búið er að loka Mosfellsheiði, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði. Björgunarsveitarmenn standa vaktina við lokanir þar sem þeir sinna einnig upplýsingaskyldu fyrir vegfarendur um veður og færð og hversu lengi lokanir munu standa yfir. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ekki mikið um útköll það sem af er kvöldi hjá björgunarsveitarmönnum og líkast til megi það rekja til mikilla forvarna fyrir þetta óveður. Á morgun verður veðrið fremur slæmt á Austfjörðum og Vestfjörðum og viðbúið að færð versni til muna vegna hríðarveðurs. Samgöngur Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Búist er við að óveðrið á Suðurlandi nái hámarki á níunda tímanum í kvöld. Veðrið á suðvesturhluta landsins mun ná hámarki á ellefta tímanum í kvöld og gengur niður um miðnætti. Austan stormur eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður verið á Suðurlandi í kvöld en um kvöldmatarleytið mældist mesta hviða á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 53 metrar á sekúndu. Í Vestmannaeyjum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna foktjóns síðdegis í dag. Á höfuðborgarsvæðinu hefur austan stormur gengið yfir í kvöld með mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, allt að 35 til 40 metrar á sekúndu. Búist er við að það muni lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum eftir miðnætti sem og á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin hefur gripið til lokana vegna óveðursins sem eru eftirfarandi: Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Möguleg hjáleið: Suðurstrandavegur um Grindavík. Hvolsvöllur – Vík: Búið er að loka milli Hvolsvallar og Víkur. - Líkleg opnun: Klukkan 01:00 e. miðnætti. Öræfin: Gígjukvísl – Jökulsárlón. Búið er að loka. – Líkleg opnun: kl. 06.00 í fyrramálið (6. feb.) Kjalarnes: Óvissustig frá um kl. 18:00 í dag. Líkleg opnun kl. 01:00 e. miðnætti. Búið er að loka Mosfellsheiði, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði. Björgunarsveitarmenn standa vaktina við lokanir þar sem þeir sinna einnig upplýsingaskyldu fyrir vegfarendur um veður og færð og hversu lengi lokanir munu standa yfir. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ekki mikið um útköll það sem af er kvöldi hjá björgunarsveitarmönnum og líkast til megi það rekja til mikilla forvarna fyrir þetta óveður. Á morgun verður veðrið fremur slæmt á Austfjörðum og Vestfjörðum og viðbúið að færð versni til muna vegna hríðarveðurs.
Samgöngur Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira