Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Vilhelm Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00
Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00
Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00
Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45