Game of Thrones: Fyrstu myndirnar úr áttundu þáttaröð Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 09:30 Engin er þó stiklan enn, svo við verðum að láta okkur myndirnar duga. Í bili. HBO hefur birt fyrstu myndirnar úr áttundu þáttaröð Game of Thrones. Engin er þó stiklan enn, svo við verðum að láta okkur myndirnar duga. Í bili. Myndirnar gefa lítið upp um söguþráð þáttanna og sýna að mestu það að persónur GOT eru farnar að klæða sig betur. Það eru þó nokkur atriði sem maður rekur augun í, fyrir utan það hvað íbúar Westeros virðast vera mikið á móti húfum.Vertu ekkert að lesa þetta eða skoða myndirnar ef þú ert ekki búinn að horfa á sjöundu þáttaröð.Jon Snow og Daenerys Targaryen.HBO/Helen SloanÁ fyrstu myndinni má sjá skötuhjúin og frændsystkinin Jon Snow, eða Aegon Targaryen, og Daenerys Targaryen. Þessi mynd er tekin á Íslandi þar sem þau Kit Harrington og Emilia Clark komu til Íslands í febrúar í fyrra. Tökurnar fóru fram nærri Víki í Mýrdal en ekki var mikið umfang á þeim að þessu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða upphafsatriði þáttaraðarinnar. Eitthvað eru þau að horfa á. Hingað til hefur Ísland verið notað til að tákna landið norðan við Vegginn og því er mögulegt að þau séu að horfa á Hvítgengla, uppvakninga eða velja sér jólatré fyrir stofuna í Winterfell. Hver veit? Líklegast eru þau þó ekki að horfa á neitt slæmt, með tilliti til næstu myndar.Daenerys Targaryen og Jon Snow.HBO/Helen SloanÞessi mynd, sem birt var sérstaklega á Twittersíðu Game of Thrones, virðist vera tekin á sama stað og hér er útlit fyrir að frændsystkinin séu að upplifa smá rómans. Ástin virðist blómstra í fjölskyldunni.Jon Snow.HBO/Helen SloanÁ næstu mynd má sjá Jon Snow, eða Aegon Targaryen, í Winterfell. GRRM einn veit hvað hann er að horfa á en hann virðist næstum því ánægður með það, sama hvað það er. Í bakgrunni má sjá aðila sem virðast vera hermenn svo þessi myndi virðist tekin þegar undirbúningur fyrir átökin við Hvítgenglana og Næturkonunginn standa enn yfir.Cersei Lannister.HBO/Helen SloanCersei Lannister greyið er ein og yfirgefin í Kings Landing. Eftir að bróðir hennar Jaime fór norður í lok síðustu þáttaraðar og Euron Greyjoy fór að sækja Gullnu herdeildina hefur hún einungis Fjallið, sem er dauður, og krípið Qyburn, til að hanga með. Hún virðist einmanna. Það er þó áhugavert við þessa mynd að Cersei lítur ekki út fyrir að vera mjög ólétt. Var hún mögulega að ljúga að Jaime og Tyrion? Það væri svo sem ekkert úr karakter.Jamie Lannister.HBO/Helen SloanSíðast þegar við sáum Jamie Lannister var hann að leggja af stað Norður til Winterfell. Hann hafði komist að því að systir hans Cersei ætlaði ekki að standa við stóru orðin og berjast gegn Hvítgenglunum. Þess í stað ætlaði hún að ráða málaliðana í Gullnu herdeildinni og nota þá til að herja á Daenerys og félaga. Jaime leist ekki nógu vel á það og fór einn norður. Á þessari mynd eru nokkur atriði sem vekja athygli. Jaime er kominn með meira skegg og meira hár frá því við sáum hann síðast og hann er klæddur brynju sem svipar verulega til brynju Robb Stark, eins og sjá má á þessari mynd. Hér er aðallega tvennt sem kemur til greina. Jaime er í dulargervi, sem er samt ekkert líklegt þar sem gullna hendin kemur auðveldlega upp um hann, eða hann hefur verið tekinn í sátt fyrir norðan, sem er að mörgu leiti einnig ólíklegt. Stark börnin ættu ekki að vera mjög sátt við Jaime eftir allt sem hann hefur gert gegn þeirri fjölskyldu og þá sérstaklega fyrir að henda Brann út um glugga og lama hann. Daenerys gæti líka mögulega verið illa við hann fyrir að myrða föður hennar. Jaime í þó minnst tvo öfluga bandamenn í Winterfell. Tyrion Lannister og Brienne of Tarth. Þau eru þau einu sem vita að Jaime drap Aerys hinn óða vegna þess að hann ætlaði að brenna Kings Landing og alla íbúa borgarinnar. Þá er einnig hægt að segja að Brann væri alveg sama þó honum hafi verið hent út um glugga því tæknilega séð er Brann ekki lengur til. Hann er þriggja auga hrafninn.Arya Stark.HBO/Helen SloanArya er í Winterfell og þar mun hún að öllum líkindum hitta Jon Snow á nýjan leik. Þau hafa ekki hist síðan í fyrstu þáttaröð. Arya er orðinn harðkjarna morðingi og er með rýting úr Valyrian Steel, þannig að hún á eftir að gera gott mót gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Vonandi. Nema hún verði send suður til að myrða Cersei, sem verður að teljast ólíklegt miðað við hættuna sem steðjar að þeim úr norðri.Sansa Stark.HBO/Helen SloanSansa Stark á eflaust eftir að vera ósátt við Jon Snow þegar hún kemst að því að hann sé búinn að gefa krúnuna frá sér og lýsa yfir hollystu við Daenerys. Þetta atriði virðist eiga sér stað í sal Winterfell, sama sal og Sansa og Arya drápu Littlefinger, GRRM sé lof. Mögulega er þessi mynd tekin þegar Daenerys og Jon koma fyrst til Winterfell en það er óhætt að segja að Sansa virðist ekki sátt.Brann Stark.HBO/Helen SloanBrann Stark, sem nú orðinn þriggja auga hrafninn, veit allt sem hefur gerst og allt sem er að gerast. Hann á þó eftir að ná betri tökum á hæfileikum sínum þar sem hann gat ekki lokið þjálfun sinni. Það fyrsta sem Brann þarf að gera er að segja Jon Snow að hann sé ekki bastarður Ned Stark. Þess í stað sé hann réttmætur sonur Rhaegar Targaryen og Lyönnu Stark. Í rauninni sé hann með betri kröfu á krúnuna en Daenerys og réttmætur konungur Westeros. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta gerist allt saman. Aðrar myndir sem birtar voru í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Brienne of Tarth. HBO/Helen Sloan Tyrion Lannister. HBO/Helen Sloan Davos Seaworth. HBO/Helen Sloan Varys. HBO/Helen Sloan Daenerys Targaryen. HBO/Helen Sloan Samwell Tarly. HBO/Helen Sloan Cersei Lannister. HBO/Helen Sloan Game of Thrones Menning Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Einungis 1968 klukkustundir til stefnu til að rifja upp Game of Thrones Game of Thrones hefur göngu sína á Stöð 2 eftir 82 daga en nýja serían verður eins og áður heimsfrumsýnd á Stöð 2 á sama tíma og hjá HBO klukkan 1 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl. Enn er nægur tími til að rifja upp en allar fyrri seríurnar eru inni á Stöð 2 Maraþon. 21. janúar 2019 08:30 Game of Thrones: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“ Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl. 6. desember 2018 14:15 Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
HBO hefur birt fyrstu myndirnar úr áttundu þáttaröð Game of Thrones. Engin er þó stiklan enn, svo við verðum að láta okkur myndirnar duga. Í bili. Myndirnar gefa lítið upp um söguþráð þáttanna og sýna að mestu það að persónur GOT eru farnar að klæða sig betur. Það eru þó nokkur atriði sem maður rekur augun í, fyrir utan það hvað íbúar Westeros virðast vera mikið á móti húfum.Vertu ekkert að lesa þetta eða skoða myndirnar ef þú ert ekki búinn að horfa á sjöundu þáttaröð.Jon Snow og Daenerys Targaryen.HBO/Helen SloanÁ fyrstu myndinni má sjá skötuhjúin og frændsystkinin Jon Snow, eða Aegon Targaryen, og Daenerys Targaryen. Þessi mynd er tekin á Íslandi þar sem þau Kit Harrington og Emilia Clark komu til Íslands í febrúar í fyrra. Tökurnar fóru fram nærri Víki í Mýrdal en ekki var mikið umfang á þeim að þessu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða upphafsatriði þáttaraðarinnar. Eitthvað eru þau að horfa á. Hingað til hefur Ísland verið notað til að tákna landið norðan við Vegginn og því er mögulegt að þau séu að horfa á Hvítgengla, uppvakninga eða velja sér jólatré fyrir stofuna í Winterfell. Hver veit? Líklegast eru þau þó ekki að horfa á neitt slæmt, með tilliti til næstu myndar.Daenerys Targaryen og Jon Snow.HBO/Helen SloanÞessi mynd, sem birt var sérstaklega á Twittersíðu Game of Thrones, virðist vera tekin á sama stað og hér er útlit fyrir að frændsystkinin séu að upplifa smá rómans. Ástin virðist blómstra í fjölskyldunni.Jon Snow.HBO/Helen SloanÁ næstu mynd má sjá Jon Snow, eða Aegon Targaryen, í Winterfell. GRRM einn veit hvað hann er að horfa á en hann virðist næstum því ánægður með það, sama hvað það er. Í bakgrunni má sjá aðila sem virðast vera hermenn svo þessi myndi virðist tekin þegar undirbúningur fyrir átökin við Hvítgenglana og Næturkonunginn standa enn yfir.Cersei Lannister.HBO/Helen SloanCersei Lannister greyið er ein og yfirgefin í Kings Landing. Eftir að bróðir hennar Jaime fór norður í lok síðustu þáttaraðar og Euron Greyjoy fór að sækja Gullnu herdeildina hefur hún einungis Fjallið, sem er dauður, og krípið Qyburn, til að hanga með. Hún virðist einmanna. Það er þó áhugavert við þessa mynd að Cersei lítur ekki út fyrir að vera mjög ólétt. Var hún mögulega að ljúga að Jaime og Tyrion? Það væri svo sem ekkert úr karakter.Jamie Lannister.HBO/Helen SloanSíðast þegar við sáum Jamie Lannister var hann að leggja af stað Norður til Winterfell. Hann hafði komist að því að systir hans Cersei ætlaði ekki að standa við stóru orðin og berjast gegn Hvítgenglunum. Þess í stað ætlaði hún að ráða málaliðana í Gullnu herdeildinni og nota þá til að herja á Daenerys og félaga. Jaime leist ekki nógu vel á það og fór einn norður. Á þessari mynd eru nokkur atriði sem vekja athygli. Jaime er kominn með meira skegg og meira hár frá því við sáum hann síðast og hann er klæddur brynju sem svipar verulega til brynju Robb Stark, eins og sjá má á þessari mynd. Hér er aðallega tvennt sem kemur til greina. Jaime er í dulargervi, sem er samt ekkert líklegt þar sem gullna hendin kemur auðveldlega upp um hann, eða hann hefur verið tekinn í sátt fyrir norðan, sem er að mörgu leiti einnig ólíklegt. Stark börnin ættu ekki að vera mjög sátt við Jaime eftir allt sem hann hefur gert gegn þeirri fjölskyldu og þá sérstaklega fyrir að henda Brann út um glugga og lama hann. Daenerys gæti líka mögulega verið illa við hann fyrir að myrða föður hennar. Jaime í þó minnst tvo öfluga bandamenn í Winterfell. Tyrion Lannister og Brienne of Tarth. Þau eru þau einu sem vita að Jaime drap Aerys hinn óða vegna þess að hann ætlaði að brenna Kings Landing og alla íbúa borgarinnar. Þá er einnig hægt að segja að Brann væri alveg sama þó honum hafi verið hent út um glugga því tæknilega séð er Brann ekki lengur til. Hann er þriggja auga hrafninn.Arya Stark.HBO/Helen SloanArya er í Winterfell og þar mun hún að öllum líkindum hitta Jon Snow á nýjan leik. Þau hafa ekki hist síðan í fyrstu þáttaröð. Arya er orðinn harðkjarna morðingi og er með rýting úr Valyrian Steel, þannig að hún á eftir að gera gott mót gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Vonandi. Nema hún verði send suður til að myrða Cersei, sem verður að teljast ólíklegt miðað við hættuna sem steðjar að þeim úr norðri.Sansa Stark.HBO/Helen SloanSansa Stark á eflaust eftir að vera ósátt við Jon Snow þegar hún kemst að því að hann sé búinn að gefa krúnuna frá sér og lýsa yfir hollystu við Daenerys. Þetta atriði virðist eiga sér stað í sal Winterfell, sama sal og Sansa og Arya drápu Littlefinger, GRRM sé lof. Mögulega er þessi mynd tekin þegar Daenerys og Jon koma fyrst til Winterfell en það er óhætt að segja að Sansa virðist ekki sátt.Brann Stark.HBO/Helen SloanBrann Stark, sem nú orðinn þriggja auga hrafninn, veit allt sem hefur gerst og allt sem er að gerast. Hann á þó eftir að ná betri tökum á hæfileikum sínum þar sem hann gat ekki lokið þjálfun sinni. Það fyrsta sem Brann þarf að gera er að segja Jon Snow að hann sé ekki bastarður Ned Stark. Þess í stað sé hann réttmætur sonur Rhaegar Targaryen og Lyönnu Stark. Í rauninni sé hann með betri kröfu á krúnuna en Daenerys og réttmætur konungur Westeros. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta gerist allt saman. Aðrar myndir sem birtar voru í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Brienne of Tarth. HBO/Helen Sloan Tyrion Lannister. HBO/Helen Sloan Davos Seaworth. HBO/Helen Sloan Varys. HBO/Helen Sloan Daenerys Targaryen. HBO/Helen Sloan Samwell Tarly. HBO/Helen Sloan Cersei Lannister. HBO/Helen Sloan
Game of Thrones Menning Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Einungis 1968 klukkustundir til stefnu til að rifja upp Game of Thrones Game of Thrones hefur göngu sína á Stöð 2 eftir 82 daga en nýja serían verður eins og áður heimsfrumsýnd á Stöð 2 á sama tíma og hjá HBO klukkan 1 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl. Enn er nægur tími til að rifja upp en allar fyrri seríurnar eru inni á Stöð 2 Maraþon. 21. janúar 2019 08:30 Game of Thrones: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“ Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl. 6. desember 2018 14:15 Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56
Einungis 1968 klukkustundir til stefnu til að rifja upp Game of Thrones Game of Thrones hefur göngu sína á Stöð 2 eftir 82 daga en nýja serían verður eins og áður heimsfrumsýnd á Stöð 2 á sama tíma og hjá HBO klukkan 1 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl. Enn er nægur tími til að rifja upp en allar fyrri seríurnar eru inni á Stöð 2 Maraþon. 21. janúar 2019 08:30
Game of Thrones: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“ Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl. 6. desember 2018 14:15